Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 226
224
Ritfregnir
Skírnir
að sjá fremur lélega gamanleiki, misjafnlega vel túlkaða á þröng-
um og fátæklegum leiksviðum, en hefur ef til vill aldrei dottið í
hug að líta í Shakespeare-þýðingar Matthíasar, sem standa á bóka-
hillunni heima. Áhyg'gjunum er kastað upp á einhvern leikstjóra,
sem langoftast hefur aðeins tækifæri til þess að leiða leik og leik-
endur fram á leiksviðinu í búningi, sem ekki kemst í hálfkvisti við
sviðsetningu leiksins á kyrrlátri lestrarstund.
Hvert einasta nýtt leikrit er verkefni fyrir leikstjóra, ef ekki
þann, sem segir fyrir verkum á leiksviðinu, þá hinn, sem sviðsetur
leikrit heima í stofunni sinni. Sum leikrit eru auðveld viðureignar,
oft beztu leikritin, önnur eru hrjúf og torveld, ekki alltaf lökustu
leikritin. Hin síðari þarf að brjóta til mergjar, hagræða þeim á
ýmsa vegu, ef til vill grípa til leikstjórabragða, svo að þau njóti
sín á leiksviði. Á það má minna, að framan af þótti siðari hluti
„Péturs Gauts“ ekki tækur á leiksvið, svipað má segja um marga
kafla í „Faust“ eftir Goethe. En hér koma nú leikstjórarnir til sög-
unnar. Á seinni árum hafa þeir margir hverjir skapað listaverk
úr brotum jafnt sem heilsteyptum verkum og beinlínis búið til
sjálfstæða listgrein.
Hér á landi er listgrein leikstjórans að kalla alveg ný. Leikstjór-
ar vorir hafa að langmestu leyti beint kröftum sínum að erlendum
viðfangsefnum, enda er framboð mikið á því sviði. Þeim hefur ekki
unnizt tími til að lita í kringum sig á sviði hérlendrar leikritunar.
Gömul og ný verkefni bíða samt úrlausnar. Vel má nefna leikrit
eins og „Jón Arason" eftir Matthías, „Sverð og bagal“ eftir Indriða
og „Gizur Þorvaldsson“ eftir Eggert Ó. Brím sem dæmi upp á slík
leikrit frá fyrri tið, en síðustu árin hafa komið fram enn fleiri slík
leikrit, í þeirri röð teljast leikrit Sigurðar Eggerz.
Sigurður Eggerz var bjartsýnn áhugamaður. Hann var það í
stjórnmálunum, og hann var það í skáldskapnum. Á fáum árum
lauk hann við fjögur leikrit auk annarra ritverka og hafði hið
fimmta í smíðum, er hann lézt. Tvö fyrstu leikritin, sem út komu,
„Það logar yfir jöklinum“ og „Líkkistusmiðurinn", voru ekki úr
steypu venjulegra íslenzkra leikrita, enda hafa þau ekki verið sýnd
á leiksviði enn. Ágúst Kvaran leikstjóri á Akureyri áræddi samt að
flytja fyrra leikritið i útvarp fyrir nokkrum árum, og tókst til-
raunin ágætlega. Síðara leikritið nálgast það að vera hreint „stíl-
drama“ sem kallað er, og hef ég gert því skil annars staðar, svo að
útrætt er um það hér. Seinni leikritin tvö, „Pála“ og „í sortanum“,
eru ekki síður sérstæð en hin fyrri, hvort upp á sína vísu, og það
er að segja um leikritið „í sortanum“, að það er í raun og veru
frumsmíð höfundar, fullprentað 1932, en ekki gefið út nema í ör-
fáum eintökum að höfundi látnum. Var það vel farið, að leikritið
kom út, ekki vegna ágæta þess, því að það er tvímælalaust lélegast
leikritanna, heldur vegna þess að það er lykillinn að öllum leik-