Skírnir - 01.01.1947, Page 75
Skírnir Jón Sigurðsson og stefnur í verzlunarmálum
73
eini kennari þeirra í þessum efnum hefur verið aðkallandi
þörf á hentugri skipan verzlunarmálanna hér á fslandi.
Ýmsum kann að virðast, að Jón Sigurðsson hafi ekki ver-
ið sjálfum sér samkvæmur, þar eð hann hélt svo eindreg-
ið fram kenningum frjálsrar verzlunar í baráttu sinni
gagnvart Dönum fyrir verzlunarfrelsi fslandi til handa,
en taldi úrræði samvinnuverzlunar bezt henta til úrlausn-
ar verzlunarmálunum hér innanlands síðar. Frá sjónar-
miði þeirra, sem skoða frjálsa samkeppni og samvinnu-
verzlun sem andstæður, virðist eðlilegt að líta þannig á.
En ég tel slíka skoðun þó ranga.
Verzlunarsamtök almennings voru, eins og högum hátt-
aði hér á landi á þeim tíma, a. m. k. utan stærstu kauptún-
anna, eina færa leiðin til þess í senn að koma verzluninni
á innlendar hendur og gera hana hentugri og ódýrari.
Fyrir innlendar einstaklingsverzlanir var þá varla nokk-
ur jarðvegur, bæði sökum fjármagnsskorts og vöntunar
manna með verzlunarþekkingu. Og jafnvel þó að innlend-
ar einkaverzlanir kæmust á fót, var hætta á því sökum
skorts á samkeppnisskilyrðum, að þær fengju einkasölu-
aðstöðu, svipað og selstöðuverzlanirnar. En verzlunarfé-
lögin, sem voru eign almennings, gátu, eins og Jón Sig-
urðsson hefur tekið fram, engan einokað nema sjálf sig.
Um afskipti Jóns Sigurðssonar af verzlunarmálunum má
því ótvírætt segja, að þau voru með sama hætti og þátt-
taka hans í öðrum hagsmunamálum íslands, að saman fór
rökfesta, raunsæi og umfram allt óbilandi atorka og bar-
áttuvilji fyrir hag þjóðar sinnar.