Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 136
134
Platón
Skírnir
„Og nú er að vísu á orði haft,“ mælti hún ennfremur,
„að þeir elski, sem leita að sinni eigin helft; en mér segist
svo, að ástin sækist hvorki eftir helftinni né heildinni,
nema fyrir góðu sé að gangast, vinur minn! með því að
mennirnir láta fúslega stýfa af sér eigin fætur og hendur,
ef þeim þykja þessir eigin limir hraklegir. Því ekki elskar
hver og einn það, sem er hans eigið, nema svo sé, að menn
kalli hið góða sér eiginlegt og tilheyrandi, en hið illa sér
annarlegt; mennirnir elska, sem sé, ekkert annað en hið
góða. Eða sýnist þér þeir gera það?“
„Nei, sannarlega ekki,“ svaraði eg.
„Hvað svo?“ mælti hún, „verður ekki að bæta því við,
að þeir óska að eiga hið góða?“
„Því verður að bæta við.“
„Hvort þá ekki líka þessu: ekki einungis að eiga það,
heldur að eiga það ævinlega?“
„Einnig því verður að bæta við.“
„Yfirleitt er þá ástin sú ósk að eiga hið góða ávallt.“
„Hverju orði sannara segir þú þetta.“
„Með því nú að ástin hefir þetta að stefnumarki,“ mælti
hún ennfremur, „með hverjum hætti og hverri breytni
eiga þá þeir að keppa, sem eftir því stunda, svo að amstur
þeirra og áhugi eigi skilið að kallast ást? Hvað er þetta,
sem gera skal? Geturðu sagt mér það?“
„Gæti eg sagt það, þá mundi eg sannarlega ekki dást að
þér fyrir vizku sakir, Díótíma! eða fara í skóla til þín til
að fræðast um það.“
„En eg skal segja þér það,“ mælti hún; „það er, sem sé,
getnaðurinn í hinu fagra, bæði andlega og líkamlega."
„Það, sem þú þar segir,“ mælti eg, „útheimtir guðlega
getspeki, og ekki skil eg það.“
„Eg skal þá orða hugsun mína skiljanlegar,“ mælti hún.
„Því er svo varið, Sókrates minn! að allir menn hafa getn-
aðarhvöt, bæði líkamlega og andlega, og þegar eðli vort
hefir náð vissum aldri, þá girnist það að geta af sér. En
í ljótu má það ekki geta, heldur í fögru. Samfarir manns
og konu eru sem sé getnaður, en getnaður er guðlegur