Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 181
Skírnir
Um Skikkjurímur
179
Önnur riddarasaga, sem rímnahöfundur þekkir og not-
ar, er Erekssaga Artúskappa. Möttulssaga nefnir ekki Er-
rek, sem ríman kallar svo, en saga hans er aS efni og frá-
sögn náskyld Möttulssögu. Þar segir, að brúður Ereks,
sem hann flutti heim úr stríði eins og ríman segir, þægi
að gjöf af konungi skikkju, sem var svo dýr, að engiml
kunni að meta. Hún var ofin níu rastir í jörð niður af f jór-
um álfkonum í jarðhúsi, þar sem aldrei sást dagsljós.
Nafn sagnahetjunnar ívents hefur rímnahöfundur einn-
ig annars staðar að en frá Möttulssögu.
Hljóðfærin, sem sagt er frá í rímunni, virðast eiga rót
sína að rekja til annarra riddarasagna. Svo segir í rím-
unni: *
!
Harpan söng, en gígjan gall,
gleðr þaS kóngsins sveitir
tignar hljóð í tiggja hall,
sem timphanistrum heitir.
!
Bumha var þar harin og þcytt,
bæði trumba og pípa,
organsöng er allvel breytt,
svo ekki mátti á grípa.
Til samanburðar má geta um stað í Rémundarsögu. Þar
segir svo: „Hljóðfæraleikarar léku fyrir prinsessuna.
Sumir léku organ, aðrir tempanistria, sumir pípuðu.“ I'
Mírmannssögu segir: „Fjöldi leikara fóru fyrir henni;
bæði hörpur, gígjur og alls kyns strengleikar.“ Um sitt-;
hvað annað, sem rímurnar hafa umfram Möttulssögu, er
ekki jafnauðvelt að segja, hvaðan rímnahöfundur hefur
þann fróðleik. Það er einkum frásögnin af því, að Artús1
kcnungur sat í Jarmóð (Yarmouth) og sömuleiðis frá-
sögnin af sæti konungsins á miðju gólfi, sem bendir til,
að rímnaskáldinu hafi verið kunnugt um kringlótta borð-
ið. Fleiri atriði hafa rímurnar fram yfir Möttulssögu, svo
sem það, að Kardon gæfi skikkjuna í Kolnis (Kölnar)
klaustur. Nokkur mannanöfn eru rímurnar líka einar um
og fara þar jafnvel nær franska kvæðinu, sem sagan er
12*