Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 89
Skírnir
Norrænt mál vestan fjalls og vestan hafs
87
vesturhluta Valdress. Áður fyrr hefur suðurhluti þessa
svæðis náð nokkru austar, þannig að til þess hafa talizt
allar Vestur-Agðir og líklega sneið af Austur-Ögðum.
Framburður nefndra orða er badn og tedna (með mis-
munandi lengd og raddblæ n-ins í atkvæðislokin eftir
landshlutum).
En breytingin rn > dn í áherzlulitlum atkvæðum í
beygingarendingum, í orðum eins og hestarnir, skálimar,
hefur aðeins orðið á íslandi (að undanskilinni Árnes-
sýslu), þar sem framburðurinn er h^stadnir, skaolidnar,
og á fremur litlu mállýzkusvæði í Suðvestur-Noregi, þ. e.
a. s. syðstu héruðunum í Hörðalandi og nyrztu héruðun-
um á Rogalandi og í Sogni, Haddingjadal og vesturhluta
Valdress, þar sem framburðurinn er h^stadne eða h^stadn
og skaledne eða skáledn (skálidn).
2. nn > dn á eftir upprunalega löngu sérhljóði og tví-
hljóði.
Þessi breyting hefur orðið um gjörvallt ísland í orðum
eins og hudn, st^idn o. s. frv. (þ. e. húnn, steinn), í Fær-
eyjum hins vegar aðeins á eftir tvíhljóði í einstaka orði —
og í sumum mállýzkum (sunnan til) á eftir upprunalega
löngu sérhljóði, — en ekki á einsatkvæðis karlkynsorð-
um, er áður enduðu á -nn (steinn, húnn o. s. frv.), er nú
heita stainur o. s. frv.
í Noregi er þessi breyting þekkt á svæði í Sogni innan-
verðu og í nokkrum mállýzkum á Hörðalandi og Roga-
landi í orðum eins og st^idn, hudn, r0udn (< *raunn)
o. s. frv.
Breytingin nn > dn í áherzlumiklum atkvæðum á. eftir
upprunalegu stuttu sérhljóði þekkist utan til á Hörða-
landi, t. d. fidna (sögnin að finna), redna (sögnin að
renna), fádn (kvenkynsnafnorðið fonn) o. s. frv. Sama
hefur gerzt í hjaltlenzku.
3. II (og rl) > dl í áherzlumiklum atkvæðum.
Þessi breyting hefur orðið um gjörvallt fsland, t. d.
fadla, udl o. s. frv. Sama máli gegnir um Færeyjar. f Nor-
egi hefur hún orðið á heldur minna svæði en breytingin