Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 58
66
Láius Sigurbjörnsson
Skírnir
7.
Einu sinni þegar forseti félagsins leit yfir farinn veg,
taldi hann upp þrennt, sem hann færði Kveldfélaginu til
góða fyrir utan ,,hina andlegu æfingu“ á félagsfundum.
Eitt var það, að félagið hafði reist Sigurði Breiðfjörð
minnismerki, annað, að það hafði liðsinnt Forngripasafn-
inu, og í þriðja lagi hefði það komið málefninu um þjóð-
hátíð í minningu Ingólfs landnámsmanns á fót. — Á öðr-
um stað í fundargerðunum er þess getið, að minning Ing-
ólfs eða minnismerki um hinn fyrsta landnámsmann sé
óskahugmynd félagsins, og sannast að segja var þetta mál
til umræðu á fjölmörgum fundum frá því Jón Árnason
hreyfði því fyrst 3. janúar 1863, ,,að menn hugleiddu,
hvað gjöra skyldi til minningar um Ingólf, en nú færi að
líða að því, að 1000 ár væri, síðan hann kom til íslands
og nam land í Reykjavík“. Á síðasta fundi félagsins, 22.
maí 1874, var þetta sama mál enn til umræðu, en þá hafði
hugmyndin um þjóðhátíð 1874 fest rætur víða.
I raun og veru var það svo, að þjóðhátíðarhreyfingin
var komin frá Kveldfélaginu í Reykjavík. Það var séra
Sveinn Skúlason, sem stakk upp á því á Þingvallafundi
17. ágúst 1864, að hafinn væri viðbúnaður fyrir 1000 ára
hátíð í minningu fyrsta landnámsmannsins. Séra Sveinn
var kosinn félagsmaður í Kveldfélaginu haustið 1862. Um
veturinn komst skriður á málið. Að tillögu Jóns Árnason-
ar var Sigurði Guðmundssyni falin framsaga í félaginu,
og stakk hann upp á því á fundi 30. janúar 1863, „að
samin væri ritgjörð um Ingólf og um Reykjavík í sögu-
legu tilliti til að skýra málefni þetta fyrir landsmönnum,
og síðan, að safnað væri samskotum út um land til þess að
gjört yrði eitthvað íþróttalegt minnismerki um Ingólf á
Arnarhóli“. Ritgerðin birtist í Þjóðólfi árið eftir, undir-
rituð „nokkrir íslendingar“, en mun komin frá Sigurði
sjálfum, þar sem uppkast að greininni er til í bréfa- og
ritgerðasafni hans.