Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 121
Skírnir
Úr Samdrykkjunni
119
tón um ástina, „Faidros“. Hann var ættaður úr sveitinni
Myrrhínos2) í Attíku. Eigur sínar hafði hann misst, og
átti hann að vísu enga sök á því sjálfur. Honum er svo
lýst, að hann hafi verið maður ástúðlegur og áhugasamur
um heimspekileg efni, en ekki skarpur. Hann lét sér eigi
tíðræddara um annað en kenningar um ástir. Nokkurn
keim ber hann af sófistunum, þó að hann festi nokkurn
trúnað á sögur og sagnir þeirra Hómers og Hesíods.
3. Pdsanías er fulltrúi hinna tignu og veraldarvönu
manna í Aþenu, sem litu á drengjaástir sem sjálfsagðan
hlut. Hann var ættaður úr Kerameshverfinu í Aþenu,
mikill aðdáandi Agaþóns, hrifinn af sófistunum eins og
hann. Ber ræða hans og röksemdafærsla glöggt vitni um
það.
4. Eryxímakkos, vinur Faidrosar, var kominn af al-
kunnri læknaætt í Aþenu og sjálfur vel að sér í læknislist
þeirri, sem kennd er við Hippokrates. Með dálítið þumb-
aralegum hætti flytur hann boðorð hófseminnar, og í lok
„Samdrykkjunnar“, er engu er skeytt um áminningar
hans og menn gerast drukknir, fer hann manna fyrstur
brott. Sem læknisfróðum manni og náttúruskoðara er hon-
um tamt að líta á Eros sem náttúruafl og þátt alheimsork-
unnar. Ekki er laust við, að Platón geri hann broslegan,
einkanlega í ummælum Aristofánesar, þar sem nafn hans
útleggst „hixtaberserkur“ (dregið af erevgomai; stofn
eryg, og makhomai).
5. Aristofanes. Ætt og uppruni þessa mesta gaman-
leikjaskálds veraldar eru ókunn. Eigi er heldur vitað með
vissu um fæðingar- og dánarár hans (sennilega 450-388
f. Kr. b.). Þegar „Samdrykkjan“ var samin, hefur hann
því verið látinn. Fyrsta gamanleik sinn, sem nú er glat-
aður, birti hann árið 427 f. Kr. b. nafnlaust, sakir þess
2) Myrrhínos er dregið af orði, sem þýðir myrtusviður, en sú
trjátegund var helguð Afrodítu ástagyðju. Fór því næsta vel á, að
maður úr „Myrtusviðarsveit" leitaðist við að brjóta hugtakið ást
til mergjar.