Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 148
146
Platón
Skímir
maðurinn frummyndirnar aðeins að því leyti, sem þeir
birtast í sínum áþreifanlegu og tímanlegu eftirlíkingum.
Þráin eftir hinni einstöku, fögru veru táknar því neðsta
þrepið á þróunarferli ástarinnar. En því skýrar sem
frummyndin birtist manninum, þeim mun óháðari verður
hún hinni jarðnesku eftirlíking sinni, unz hinni rannsak-
andi vizku gefst um síðir færi á að skoða frumfegurðina
hreina og klára af öllu fánýti og hismi. Maðurinn sækir
þannig óaflátanlega fram til meiri siðferðilegrar full-
komnunar, stig af stigi upp úr heimi tálsins, upp í ríki
frummyndanna. Úr sundrung og tvístring hinna jarð-
nesku fyrirbæra les hann sig upp til guðlegrar fegurðar
og gæzku, allt á þann tind, sem laugaður er eilífum dýrðar-
ljóma, og útsýn gefst um heima alla. En þeir, sem tekizt
hefur að hefja sig upp úr jarðnesku hálfrökkri upp í birtu
hins eilífa sólskins, finna hjá sér hvöt til að bera hið eilífa
ljós inn til þeirra, sem enn þreyja í myrkrinu, til að orka
bætandi og göfgandi á umhverfi sitt og ríkið í heild. 1
þessu lífi er einstaklingurinn fæddur inn í einhverja fé-
lagsheild, og hinn helgi guðdómslogi brynni ekki fölskva-
laust í honum, ef hann léti sér nægja að ylja sér einum við
hann, en skeytti engu um samfélagið og velferð þess. Ást-
in, Eros, er því í senn framsókn til aukinnar vizku og and-
legs þroska, öflun guðdómlegra auðæfa, og framkvæmda-
þrá. Hún er fórnfús, gædd endurleysandi krafti og eru
laun hennar ódauðleikinn. Hinn goðkynjaði Eros brúar
því djúpið á milli tveggja heima, heims hinna eilífu verð-
mæta og heims fánýtisins, hinnar hamskiptandi verðandi.
Þekking er dyggð, Eros leiðir menn bæði að lindum hinn-
ar sönnu vizku og hefur þá til vammlausrar breytni.
í innsta eðli sínu felur því „Samdrykkjan“ í sér, eins og
öll önnur rit Platóns, hagnýtan tilgang. Hún á að leiða
manninum fyrir sjónir, að öll viðleitni hans til hamingju-
ríkara og betra lífs hvílir á þeirri tilfinningu hans að
vera háður æðri máttarvöldum og á skuldbindingum gagn-
vart þeim. Allt sitt starf ber manninum að inna af hendi
í ljósi hins eilífa. Hann verður með einhverjum hætti að