Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 74
72
Ólafur Björnsson
Skírnir
til þess að leysa vandamál verzlunarinnar ? Á þeim var
tvenns konar fyrirkomulag. Eldri mynd félaganna var sú,
að þændur bundust samtökum um að verzla í félagi við
þann kaupmann, sem bezt kjör bauð. Hafði þetta þá hag-
kvæmni í för með sér, að meðlimir verzlunarfélagsins
gátu komið fram sem einn aðili gagnvart kaupmanninum
og fengið þannig hagstæðari kjör en ella. Þessi tegund
verzlunarfélaga var algengust sunnanlands, og elztu norð-
lenzku félögin voru með sama sniði.
Eftir miðja 19. öldina fór að ryðja sér til rúms verzl-
unarfélagsskapur í annarri og sjálfstæðari mynd. Voru
elztu og merkustu félögin þeirrar tegundar Gránufélagið
á Akureyri og Verzlunarfélagið við Húnaflóa. Félagsskap-
ur þessi var með hlutafélagssniði, en þó voru ákvæði um
atkvæðisrétt félagsmanna eins konar millistig milli þess
fyrirkomulags, sem nú er í hlutafélögum og samvinnu-
félögum, þannig að atkvæðisrétturinn fór hækkandi með
hlutafjáreigninni, en þó ekki í sama hlutfalli og aðeins að
vissu marki. Ágóði skiptist eftir hæð hlutafjár, sem al-
mennt gerist í hlutafélögum. Þessi félög gerðu sjálf vöru-
innkaup sín, leigðu skip til þess að hafa í förum og komu
sér upp verzlunarbúðum.
Eins og minnzt hefur verið á hér að framan, voru
gömlu verzlunarfélögin undanfari hreyfingar þeirrar, er
síðar var kölluð samvinnuhreyfingin. Hvort um sams
konar hreyfingu hafi verið að ræða, verður auðvitað mats-
atriði. Um áhrif frá hinni eiginlegu samvinnuhreyfingu,
sem almennt er talin hefjast með stofnun kaupfélags
Rochdale-vefaranna í Englandi 1844, gat vitanlega ekki
verið að ræða, hvað elztu verzlunarsamtökin snerti. Sam-
kvæmt eðli sínu mega þessi gömlu verzlunarfélög þó skoð-
ast samvinnufélög, mótuð af þeim sérstöku skilyrðum og
jarðvegi, sem fyrir þessa hreyfingu var hér á landi á
þeim tíma. Ekkert bendir til, að Jón Sigurðsson og aðrir
forvígismenn gömlu verzlunarsamtakanna á íslandi hafi
orðið fyrir áhrifum af Robert Owen eða öðrum fræðileg-
um höfundum hinnar erlendu samvinnuhreyfingar. Hinn