Skírnir - 01.01.1947, Page 105
Skíinir
Stellurímur
103
til dæmis um örlögin (IV. 28—35) og mátt gullsins (IV.
53-70), og er sumt af þessu í lauslegum tengslum við sög-
una sjálfa. Lengst fer hann frá efninu í dæmisögunum,
sem eiga að rökstyðja söguatvikin. Slík dæmisaga kemur
fyrir í II. rímu (72-90). Fjallar hún um atvik úr bernsku
skáldsins og á að sýna fram á eðlismun karla og lcvenna.
I VII. rímu eru tvær slíkar dæmisögur. Önnur (25-38)
á að varpa ljósi yfir tilfinningar Stellu, þegar hún komst
að raun um, að elskhugi hennar var á lífi. Segir þar frá
kaupmanni, sem sendi skip sitt í fjarlæg lönd, en fær ljúg-
fregn um, að það hafi farizt með öllu gózi, og er lýst til-
finningum hans, bæði er hann fær fregnina um skiptap-
ann og eins þegar hið sanna kemur í ljós. Þessi saga minn-
ir dálítið á Kaupmanninn í Feneyjum eftir Shakespeare.
Hin sagan (50-72) er lengri og viðameiri. Hún á að stað-
festa þá fullyrðingu, sem sett er fram í þessari vísu:
48. Ef ei neitt af ást er flétt
inn í sprunda hyggju rót,
þá er eitthvað ekki rétt,
eðli gengur sönnu mót.
Sagan er á þá leið, að ein af ambáttum Heljar er dæmd
fyrir leti og þrjózku til þriggja ára typtunar í Arnarhóls-
tukthúsi. Hel sendi einn af þrælum sínum til að leita ann-
arrar í hennar stað, en enginn ástarvottur mátti leynast
í hugskoti hennar. Um sama leyti varð Óðni það á að dufla
smávegis við skjaldmeyna, sem dró af honum böslin. Þessu
reiddist kona Óðins, sem skáldið kallar Freyju, rekur
skjaldmeyna úr vistinni og sendir skósvein sinn að leita
annarrar, sem enga „lyst hafi til karla“. Eftir langa mæðu
fann skósveinninn eina norður á Hornströndum, en þá
var Hel búin að festa hana, svo að Freyja fékk enga.
Sigurður lætur ekki sitja við það eitt að segja söguna,
heldur dregur af henni marga kímilega lærdóma. Hinn
gamansami prédikunartónn þeirra minnir töluvert á ,,Mo-
ral“ Wessels.
Innskotin og málalengingarnar rjúfa víða frásagnar-