Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 229
Skírnir
Ritfregnir
227
hafnar 1876, um reisuna fram og aftur, og ýmislegt, er hann sá og
heyrði í útlöndum", er skemmtileg frá upphafi til enda. Pésinn var
orðinn býsna fágætur, svo að það var vel til fundið að gefa hann
út að nýju i safni rita eftir Eirík. Vilhjálmur Þ. Gíslason hefur tínt
saman ritin, skrifað skýringar með og reynt að fella saman þá kafla
í ritunum, sem áttu saman efnislega, og skipað i tímaröð. Virðist
þetta allt vel og smekklega af hendi leyst, og er gróði að bókinni
í röð alþýðurita frá síðustu áratugum 19. aldar. — Litla ferða-
ságan er samt perlan i bókinni. Frásögnin minnir ósjálfrátt á
Gamanbréf Jónasar og Heljarslóðaorustu, einkum þegar Eiríkur
kemur á konungsfund, en sá er munurinn, að hér er allt sagt í
hjartans einfeldni og alveg undirhyggjulaust. Seinna fær Eiríkur
mormónaflísina í augað og þá kárnar nú gamanið. Mormónarit hans
eru raunar hvorki uppbyggilegri né leiðinlegri en annarra óspilltra
alþýðumanna, sem leiddir hafa verið í höllu Dofrans og fengið
rispu á sjáaldrið hjá einhverjum veraldarinnar þurs með fínan
isma, trúmálalegan eða pólitískan, í rófunni. L. S.
BlaSamannabókin 1947. Ritstjóri Vilhj. S. Vilhjálmsson. Bókfells-
útgáfan 1947.
Eiginlega er fátt í Blaðamannabókinni 1947, sem minnir á blöð
og blaðamennsku eins og þetta gerist hjá oss. Nokkrir góðir menn,
sem einhvern tímann hafa verið blaðamenn eða starfa sem sakir
standa hjá blöðum, setjast niður og skrifa laglegar ritgerðir um
sjálfvalið efni, og svo eru þær birtar í einni bók. Mér finnst ársett
blaðamannabók þyrfti fyrst og fremst að sýna þverskurð blaða-
mennskunnar hið tiltekna ár, eins konar úrklippusafn með mynd-
um og skýringargreinum. Hin fyrri blaðamannabókin, 1946, bar
meiri keim blaðamennskunnar, og finnst mér það afturför en ekki
framför, að hin síðari er öll þyngri í vöfum. Hér eru þó tvær ljós-
lega ritaðar blaðagreinir: „Dagurinn, þegar Goðafossi vár grand-
að“ eftir Ingólf Kristjánsson og „Á morgun jól“ eftir Sigurð Guð-
mundsson. Endurminningar þeirra nafna Guðbrands Jónssonar og
Magnússonar eru ágætar upp á sína vísu, og ferðasögur Einars
Magnússonar og Hendriks Ottóssonar eru skemmtilegar aflestrar,
en ekkert af þessu einkennir þó þessa ágætu menn sérstaklega
sem blaðamenn. Aðrar ritgerðir í bókinni skjóta þó ef til vill enn
fjær þessu marki. L. S.
Valdimar Briem: í jólaleyfinu, leikl'it í 5 þáttum. Útg.: Leikfélag
stúdenta. Rvík 1947. (Fjölrit.)
Hér er á ferðinni gamalt leikrit, sem Leikfélag stúdenta í Reykja-
vík hefur tekið sér fyrir hendur að koma á almenningsfæri. Æsku-
verk séra Valdimars Briems, gáskafullur en græskulaus gamanleik-
ur í 5 þáttum, „í jólaleyfinu“, var fyrst leikið í Lærða skólanum
15*