Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 100
98
Halldór J. Jónsson
Skírnir
mansöngvum og eftirmála, þar sem skáldið bindur nafn
sitt, 747 erindi. Finnur Jónsson telur, að 105 eða 106 af
þeim séu runnin frá Wessel „beint eða óbeint“, en við má
bæta að minnsta kosti 28 erindum, er með jöfnum rétti
geta talizt frá honum komin. I öllum þessum erindum má
finna hugsun eða efnisatriði úr frumkvæðinu. Þessum
ófrjóa samanburði er ætlað að leiða í ljós, að Sigurður
hefur sjálfur lagt af mörkum mikið efni til rímnanna.
Ekki verður séð, að Sigurður hafi aðrar heimildir en
kvæði Wessels að söguefni rímnanna. Hvergi verður þess
vart, að hann hafi leikrit Goethes í huga. Eina atriðið,
sem bent gæti til, að hann hafi þekkt það, er nafngift
Stellu, aðalkvenhetju rímnanna, en hún svarar til Dorisar
í kvæði Wessels, og nafnið Stella kemur þar ekki fyrir
nema í fyrirsögninni og sambandinu „Du, som skrev
Stella“, þar sem höfundur leikritsins er ávarpaður.
Fyrirmyndina notar Sigurður yfirleitt þannig, að hann
tekur söguþráðinn óbreyttan eftir Wessel, en eykur við
frásögnina mörgum smáatriðum og gerir hana fyllri og
ítarlegri. Sjaldan er um raunverulega þýðingu að ræða, en
allvíða kemst skáldið mjög nærri fyrirmyndinni. Dæmi:
W: En kiæk, elskværdig Krigens Mand
Blev kiendt med en elskværdig Fröken.
Man uden Algebra og Bröken,
Hvad Faeit blev, udregne kan.
SP: I. 39. Þá odda bör og auðar rist
ástar semja gaman,
reiknings þarf ei langa list
að leggja tölin saman.
W: Der blive de saa stoer en Skiönhed var,
At Doris i sit Speil kun Magen skuet har.
SP: VII. 99. Silkidregla seljan frí
sú bar hverri gulls áf lind,
sinum spegli sjálfrar í
sá ei Stella fegri mynd.