Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 12
10 Einar Ól. Sveinsson Skírnir
veit ég ekki, enda skiptir það ekki máli hér. Skáldin hafa
það um konu yfirleitt. Svarri táknar í upphafi vafalaust
svark, hjá skáldunum er það líka haft um hvaða konu
sem er. Flóð og gjálfur eru alþekkt orð enn í dag með
ákveðinni merkingu, skáldin þröngva þeim til að tákna
sjó. Fjöldamörg orð hafa skáldin um orustu, og hafa öll
táknað annað, og sum gera það enn í dag: göll eða gjöll
(hávaði), þrima, ógn, fólk, morð, rimma, rósta, styrr.
Þessi dæmi sýna nægilega, hvað hér er um að ræða. Þrima
þýðir, að því er virðist, alls ekki orusta í upphafi, heldur
þruma, skrugga, gauragangur. Skáldið gefur því merk-
inguna orusta, og hann hefur vitanlega í huga gný og
gauragang orustunnar, þegar hann gerir það. En vegna
þess, hve frummerkingin er sterk, verður hér togstreita
eða andspyrna milli þessara tveggja merkinga, og mér er
nær að halda, að það sé einmitt þetta, sem skáldið sækist
eftir. Ég er alls ekki viss um, að það sé óvart, að Einar
skálaglamm segir í Velleklu: „tekit hefk morðs til mærð-
ar“. — Síðar, við stöðugt slit orðsins, kann frummerking
þess að dofna, verða aukamerking, óljós litblær þess, loks
hverfa; þá er heitið dautt, notkun þess vélræn og venju-
bundin og ekki lengur tjáning lifandi mannshugar.
Hve fjölbreytt heitin geta verið, hversu þau vitna um
menn gædda frumstæðri glöggsýni á náttúruna, sýna sæv-
arheitin: Djúp, flóð, flæðr, geimi, gjálfr, gjallr, glær,
gnap, gnarr, salt, sog, sólmr, vágr, velfærr, ver, víðir. Auka-
merking — frummerking — orðsins sýnir hafið frá ákveð-
inni hlið, gefur því líf. Víðir og geimi birta hið víða, enda-
lausa haf, húm hið dökkva, sog hið sogandi. Áheyranda
dróttkvæðis má ekki úr minni líða frummerking orðanna,
þá verður milli hennar og skáldamáls-merkingarinnar sú
streita, sem skáldið hefur sótzt eftir.1 2)
1) Um flokka heitanna hef ég stuðzt við óprentaða ritgerð eftir
mag. Magnús Finnbogason. Röðun hans er þessi: 1) fornyrði,
2) algeng orð í sérstckri merkingu, 3) ný, skáldleg orð, 4) töku-
orð, 5) hálfkenningar.