Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 140
138
Platón
Skírnir
þeir eru betri sjálfir, því þeir keppa eftir ódauðleik-
anum.
Þeir, sem nú eru líkamlega getnaðargjarnir, snúa sér
fremur að konum og eru á þá leiðina ástamenn, í því skyni,
— eftir því, sem þeir ætla sér, — að afla sér með barn-
getnaði ódauðleika, endurminningar og farsældar um all-
an ókominn tíma; en hvað þá snertir, sem eru það á sál-
inni,“ sagði hún, „því slíkir eru einnig til, sem getnaðar-
gjarnari eru á sálinni en líkamanum, að því er til þess
kemur, sem sálinni hæfir af sér að geta og fæða. Og hvað
hæfir henni þá (að geta af sér) ? vizku og hinar aðrar
dyggðir, hverra getendur einnig eru skáldin öll og þeir af
verkiðnameisturunum, sem hugvitsgáfa er eignuð. En hin
mestvarðandi og langfegursta vizka er sú, sem lýtur að
skipulagi ríkja og heimila og er nafn hennar hófstilling
(söphrosýne) og réttvísi. Sé nú einhver, guðlegri hyggju
gæddur, þungaður af þessu allt frá æsku og girnist hann
með aldrinum að geta af sér og fæða, þá geri eg ráð fyrir,
að hann fari um víða og leiti að hinu fagra til að fram-
koma getnaði, því í hinu ljóta mun hann ekki geta af sér.
Fyrir því elskar hann, sem getnaðarþurfi, fagra líkami
fremur en ljóta, og ef hann hittir á fagra, göfuga og eðlis-
góða sál, þá er hvort tveggja honum mjög svo kært, og
við slíkan mann streyma honum þegar frá brjósti ræður
um dyggðina og um það, hvernig góður maður eigi að
vera, og hvað hann eigi að leggja stund á, — og reynir
hann svo að mennta hann. Því þegar hann snertir hinn
fagra, eftir því sem eg geri ráð fyrir, og hefir umgengni
við hann, þá getur hann af sér og fæðir það, sem hann í
langan tíma hefir gengið með, og er hann bæði nærver-
andi og fjærverandi minnist hans, þá uppelur hann einn-
ig sameiginlega með honum hið getna, svo að þessir hafa
miklu innilegra samneyti sín á milli en það1 (samneyti),
sem á (holdlegri) barneign byggist, og traustara vinfengi,
með því að þeir eiga í sameiningu fegri og ódauðlegri
börn. Og mundi hver og einn heldur kjósa að eiga þvílík
börn en hin mannlegu, er hann lítur til Hómers og Hesí-