Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 81
Skímir
Norrænt mál vestan fjalls og vestan hafs
79
Sérhljóðakerfið, segir hann, greinir það ljóslega frá mál-
lýzkunum á Austur-Ögðum, og samhljóðakerfið greinir
það jafnljóslega frá mállýzkunum norðan Rygjafylkis. —
Árið 1901 gaf dr. Jakob Jakobsen út „Shetlandsþernes
Stednavne“, og á árunum 1908-1921 kom ut hið gagn-
merka verk hans „Etymologisk Ordbog over det norrþne
Sprog paa Shetland“ (ensk útgáfa 1928-32). Orðabókin
tekur yfir rúmlega 10000 orð af norrænum uppruna, sem
honum tókst að bjarga frá eilífri glötun. í innganginum
hefur dr. Jakobsen staðfest aftur fyrri niðurstöður sínar
og Hægstads. Orðaforðinn tekur af öll tvímæli um, að
flestir þeirra, sem fluttust frá Noregi til Hjaltlands, hafi
komið frá Suðvestur-Noregi, frá héruðunum milli Björg-
vinjar að norðan og Marnardals (Mandals) að sunnan, en
þó aðallega frá Jaðri og Dölum (sunnan Jaðars). Meiri
hluti þeirra hjaltlenzku orða, sem ekki bera almenn norsk
einkenni, má einmitt rekja til síðast-nefndra byggðarlaga
og næstu héraða í kring. Eins og fyrr segir, er um greini-
lega sérþróun að ræða í norræna málinu á Hjaltlandi frá
elztu rituðum heimildum þaðan, en á því þróunarstigi,
sem það hafði náð, áður en það leið undir lok, líktist það
miklu meira suðvesturnorskum mállýzkum nú á dögum en
færeysku (og íslenzku).
Allmargir vísindamenn hafa sótt sér efni í stærri og
minni ritgerðir í færeyskt mál og færeysk örnefni. Má þar
til nefna Færeyingana V. U. Hammershaimb, J. Jakob-
sen, Chr. Matras, Norðmennina M. Hægstad, Mikjel Sörlie
og Hákon Hamre, Danann Marius Kristensen og íslend-
inginn prófessor Jón Helgason. En höfuðritið um fær-
eysku, bæði nútíðarmálið og miðaldamálið, er rit Marius-
ar Hægstads „Fær0ymálet“ í „Skrifter utgitt av Vidsk.
Selsk.“ í Oslo 1916 (eiginlega hluti af „Vestnorske maal-
f0re fyre 1350“ II. 2. Andre bolken). Þetta er eina ritið,
þar sem færeyska hljóðkerfinu hafa verið gerð vísinda-
leg skil. Með því að rannsaka heimildir frá miðöldum, nú-
tímaframburð og orðaforðann gat Hægstad sýnt fram á
þau sannindi, málsöguleg og mállandfræðileg, að færeyska