Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 82
80
H&kon Hamre
Skírnir
eigi upptök sín í suðvesturnorsku, sé skyldust mállýzkun-
um í norðurhéruðum suðvesturnorska mállýzkusvæðisins,
bæði að byggingu og orðaforða, og að færeyska hafi á mið-
öldum helzt átt samleið með málinu í Hörðabyggðunum,
Yoss, Harðangri og Sunnhörðalandi, ásamt með næstu
héruðum norðan og sunnan við þær (á Norðurhörðalandi
og í Rygjafylki). Um færeysku er því einnig svo farið, að
snemma hefur í henni borið á sérþróun, er gerði hana að
sérstöku máli, og að beygingarkerfinu til hefur hún stað-
næmzt á eldra stigi en suðvesturnorsku mállýzkurnar.
Enda þótt náinn skyldleiki sé milli færeysku og suðvestur-
norsku að orðaforða og málfræðingar geti rakið hliðstæð-
ar hljóðbreytingar í hvorum tveggja málunum, á maður úr
Vestur-Noregi samt bágt með að skilja færeysku, af því að
hljóðbreytingar hafa að nokkru leyti stefnt í mismunandi
áttir og valdið ólíkum framburði margra orða, jafnframt
því sem færeyskan hefur varðveitt miklu meira en vestur-
norska af gamla beygingakerfinu. En segja má, — þótt
ónákvæmlega sé að orði komizt, — að álíka munur sé á
suðvesturnorskum mállýzkum og færeysku eins og er á
færeysku og íslenzku.
Áður en við snúum okkur að íslenzkunni, má verða til
nokkurs fróðleiks að drepa á, að málið, sem talað var á
GrænlancLi á miðöldum, hefur verið gert að rannsóknar-
efni. 1 greininni „Kingigtórsoak-stenen og sproget i de
grþnlandske runeinnskrifter“ í Norsk tidsskrift for sprog-
videnskap 1932 hefur prófessor Magnus Olsen tekið til
meðferðar öll gögn um það efni, sem varðveitt eru, en það
eru um það bil 30 rúnaristur og eitt grænlenzkt skjal frá
1409. Þessi gögn eru auðvitað mjög svo ófullnægjandi til
að reisa á málfræðilegar rannsóknir, því að hljóðtáknin
í rúnaristunum eru oft ófullkomin og slæm. Magnus Olsen
hefur þó fært sér þessi gögn í nyt með góðum árangri og
komizt að þeirri niðurstöðu, að ,,um 1300 er ekki unnt að
tala um íslenzkt mál, sem einnig hafi tekið til grænlenzku“,
málið á Grænlandi hafi breytzt svo mjög, að telja megi
„grænlenzku“ sjálfstæða norræna mállýzku. Af einstök-