Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 205
Skírnir
Byggð á Mýrdalssandi
203
mér þá líklegast, að í þeim máldaga hafi kirkjur þær, sem
lágu undir Höfðabrekkukirkju, verið nefndar með nafni,
eins og oft er í máldögum, og þar með hafi verið talin
kirkja í Lágey. Hugsa ég mér, að bærinn og kirkjan hafi
eyðzt í þessu hlaupi, en bærinn risið upp aftur, svo sem
algerigt er, þegar nokkur ár eru liðin frá hlaupi; mætti
t. d. hugsa sér, að bærinn hefði í öndverðu staðið niðri á
sléttu, en verið fluttur upp á eyjuna eftir þetta gos og síð-
an getað haldizt þar nokkrar aldir.
Þorlákssaga segir, að marga bæi hafi tekið af. Virðist
mér ekki efi á, að þeir hafi legið á Mýrdalssandi vestan
Eyjarár. Lágeyjarhverfi er að vísu hvergi nefnt í fornum
ritum, en vel mætti hugsa sér „Lágeyinga“, sem Land-
náma nefnir, afkomendur Ásláks aurgoða, eitthvað meira
en ábúendur eins býlis. Er ég því trúaður á, að í eða í
grennd við Lágey hafi á þessum tíma verið þó nokkur
býli, en eftir því sem Kötlusandur fyllti meir og meir lægð-
ir Mýrdalssands og upp eftir öldum og hæðum, varð gróð-
urlendið minna. — Frásögnina um Höfðaver marka ég
minna; nafnið virðist tilbúið eftir Álftaveri, e. t. v. af
manni, sem hugsaði sér, að ver þýddi hverfi, en Land-
náma fer án efa með rétt mál, að Álftaver hlaut nafnið
af því, að þar voru vötn og álftaveiði við þau.
VII.
Næsta heimild um Mýrdalssand eru annálar, en ekki er
þó feitan gölt að flá, þar sem þeir eru. Þeir geta eldsupp-
komu í Sólheimajökli 1245 og 1262; væntanlega er þar að
ræða um Kötlugos, en hlaupið komið Sólheima megin.
Fornir annálar geta ekki um Sturluhlaup eða réttara
sagt Kötlugos 1311. Þeir segja aðeins frá landskjálftum
og öskufalli — sem vitanlega bendir á gos — en ekkert,
hvar gosið hafi verið. Gottskálksannáll segir: „Land-
skjálfti á íslandi næstu drottinsnótt eftir jól í nokkrum
stöðum. Aðra drottinsnótt hina næstu eftir rigndi sandi
og ösku víða á íslandi. Þriðju drottinsnótt næsta fyrir