Skírnir - 01.01.1947, Blaðsíða 227
Skírnir
Ritfregnir
225
ritaskáldskap Sigurðar Eggerz. í öllum leikritum hans er barizt um
sál æskumannsins, sálir æskumannanna í landinu, sál hinnar ungu
þjóðar. í frumsmíðinni er trúin á æskumennina veik, höfundi tekst
hvergi nærri að sannfæra mann um, að hinir ungu menn, leiðitamir
og áttavilltir, séu baráttunnar verðir. Það er barizt fyrir þá og um
þá, sjálfir koma þeir ekki við sögu. Og öflin, sem berjast, birtast í
svo kynlegum persónum, að maður ekki segi ýktum, að leikritið
allt verður eitt hið fáránlegasta ævintýr. I næstu leikritum styrk-
ist trúin á æskumennina. Þeir koma sjálfir fram, þeir færa sínar
fórnir, þeir tefla upp á líf og dauða, þeir láta lífið, en vinna sál-
ina. í síðasta leikritinu, „Pála“, er jafnvægi komið á, ef svo mætti
segja, æskan tekur við stýristaumunum, leiðir eldri kynslóðina,
sigrar í síðustu lotu leikandi létt og lipurlega. Þessi þróun ber
stjómmálamanninum Sigurði Eggerz fagurlega vitni, en hjá hon-
um var skáldið alltaf á næsta leiti við stjórnmálamanninn.
„Pála“ er ekkert „stíl-drama“. Með hóflegri beitingu leikstjóra-
valdsins er leikritið mjög vel fallið til sýningar — sem léttur gam-
anleikur. Hin einkennilegu leikatriði um Gunnu gömlu fella hér
ekki skugga á, ef vel er á haldið. Miklu vafasamari til flutnings á
leiksviði er ræðan í þriðja þætti og hið langa samtal í fyrsta þætti.
Víða nokkuð koma fyrir óþörf tilsvör, eitt hið leiðasta í lok þriðja
þáttar: Rannveig: Já, hann er (bls. 100). Með góðum vilja leik-
stjórans má laga ýmislegt af þessu tagi. Leikurinn á það skilið að
komast á leiksvið, uppistaðan er góð og sumar persónurnar bjóða
upp á þakklát hlutverk. L. S.
Anna Larssen-Björner: Leikhús og helgidómur. Sigurður Eitl-
arsson íslenzkaði. Filadelfia. Rvík 1947.
Fátt kemur út bóka hérlendis um leikhús og leikhúsmál. Því er
það, að maður rekur upp stór augu, þegar kristilegur félagskapur
á borð við Filadelfíu-söfnuðinn tekur sér fyrir hendur að bæta úr
augsýnilegum skorti á þessu sviði. Mætti ætla, að einhverjum öðr-
um stæði nær að hlaupa í skarðið. Æviminningar dönsku leikkon-
unnar Önnu Larssen í bókinni „Leikhús og helgidómur“ eru lang-
samlega flestar tengdar við leikhúsið. Þá er heiðríkja í huga trú-
boðskonunnar Önnu Larssen-Björner, þegar henni, endurfæddri
manneskjunni, verður hugsað til beztu stunda sinna í leikhúsinu í
námunda við göfuga og göfgandi list. Stundum er það hún sjálf,
sem stendur á leiksviðinu heilluð af samleiknum við yngissveinana
Adam og Jóhannes Poulsen, en aftur og aftur er það hin mikla
fyrirmynd hennar, Eleonora Duse, sem vekur hrifningu hennar og
kallar aftur fram í hugann dáleiðsluáhrifin frá undursamlegum
leik ítölsku lcikkonunnar. — Ýmislegt í þessu játningarriti hinnar
dönsku leikkonu bendir til þessi að hún hafi á yngri árum verið
ákaflega hrifnæm, þegar sterkri skaphöfn var að mæta eða hér-
15