Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1954, Qupperneq 163
161
1954
hverju húsi. íbúðir eru flestar sæmi-
legar. Um gömul hús er varla að tala.
Verst er húsplássið, þar sem fólk hef-
l,r flutt inn í hús, sem ekki er nema
hálfgengið frá, en það er á nokkrum
stöðum.
5. Fatnaður og matargerð.
Ólafsvíkur. Fatnaðargerð fer heldur
hnignandi, en því meira notað af til-
búnum fötum. Alsiða nú orðið að hafa
heitan mat i báðar máltiðir. Við þetta
winnkar brauð- og smjörneyzla, en
kjötneyzla eykst. Harðfiskur að hverfa
undir Jökli.
Búðardals. Eins og vikið hefur ver-
að i fyrri skýrslum, eru hér vand-
ræði mikil vegna nj'metisskorts,
einkum að vetri til. Enn er ekki til
neinn frystiklefi hér á staðnum, sem
^ægt sé að geyma nýmeti í; eru þó
áratugir síðan máls var hafið á, að
slíks væri þörf. Vonandi lætur Kaup-
félagið verða af framkvæmdum í þessu
efni á næstunni.
Reykhóla. Skjólfatnaður yfirleitt
góður. Rómar fólk sérstaklega hlífðar-
f°t Vinnufatagerðarinnar og slíkra
fyrirtækja, en það er fóðrað gæru-
skinni. Er það mjög hentugt fat i
ninni ríkjandi köldu norðaustanátt
ner i fjarðarbotninum. Annar klæðn-
nður ber sæmilegan þoltka. Erfitt er
að afla vefnaðarvöru. Framboð hjá
kaupfélaginu lítið vegna smæðar þess.
^reytingar á mataræði litlar. Þó hef
eg reynt að skipuleggja flutning á
nýjum fiski frá Stykkishólmi og
r latey.
Isafj. Fatnaður og matargerð er
vafalaust svipað og gerist i kaupstöð-
l,ni landsins, og mun hvort tveggja í
góðu lagi.
Súðavikur. Fæði virðist nokkurn
Veginn fullnægjandi. Flestir hafa nóga
mjólk. Lýsi er mikið notað. Fiskur er
aðalfægail) en þess eru flestir
sjálfbjarga með kjöt, egg og garð-
avexti. Hörgulsjúkdóma hef ég ekki
°rðið tiltakanlega var.
Hólmavíkur. Fatnaður tekur litlum
weytingum, nema hvað hin góða
kuldaúlpa ryður sér meir og meir til
rúms. Áberandi, hvað kvenfólk hér
um slóðir klæðir sig meir i samræmi
við veðurfar en stúlkur t. d. i Reykja-
vík. Fárra kosta völ í matargerð, enda
þótt samgöngur við Reykjavík séu á-
gætar að sumrinu og sæmilega greiðar
að vetrinum. Ávextir og grænmeti fæst
ekki nema með höppum og glöppum.
Enda þótt allar búðir í Reykjavík
væru yfirfullar af ávöxtum, voru
appelsínur skammtaðar hér fyrir síð-
ustu jól og það sparlega.
Ilvammstanga. Allt óbreytt í því
efni.
Grenivíkur. Hefur litlum breyting-
um tekið. Þó eru kuldaúlpur nú orðn-
ar almennar. Þetta eru ágætar flíkur,
sem dug'a vel i misjöfnum veðrum.
Vopnafj. Allir virðast hafa nóg að
borða. Hitt er svo annað mál, hvernig
á er haldið og hvers neytt er. Sæl-
gætisát og kaffibrauðs er áreiðanlega
meira en góðu hófi gegnir og menn
hafa gott af. Ferskir ávextir og græn-
meti af skornum skammti.
SeySisfj. Fatnaður er nægur, en
sennilega ekki að sama skapi hentug-
ur. Matargerð mun vera svipuð frá ári
til árs. Nýr fiskur upp úr sjó sést hér
sjaldan, en frosinn fiskur er á boð-
stólum allt árið. Kaupfélagið hefur
komið upp sæmilegri matarbúð með
kælibúri. Eru þar fáanlegar flestar
matartegundir, sem á markað koma,
og eru það mikil þægindi fyrir hús-
mæður. Gamli súrmaturinn er að
mestu horfinn. Mjólk er oftast nægi-
leg allt árið.
6. Mjólkurframleiðsla og
mjólkursala.
Rvík. Mjólkursamsalan seldi 19520855
lítra mjóllcur á árinu til Reykjavíkur,
Hafnarfjarðar, Keflavíkur og Vest-
mannaeyja, ca. 60% i flöskum, 640441
lítra af rjóma og 920503 kg af skyri.
Mjólkurframleiðendur, sem seldu beint
til neytenda, voru 12.
Akranes. í ársbyrjun var gerð sú
breyting á mjólkursölu, að mjólkur-
búð var lögð niður, enda voru húsa-
kynni og aðbúnaður ekki í lagi. í
hennar stað var mjólkursala flutt i
húsalcynni Alþýðubrauðgerðarinnar.
Þar sem vandkvæði virtust á því að
21