Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 2
1
Ritið 3/2018, bls. 1–15
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir,
Guðrún Steinþórsdóttir
og Sigrún Margrét Guðmundsdóttir
„eins og að reyna að æpa í draumi“
Inngangur að þema
1.
– – – „og svo hleypur stóra, stóra dýrið á eftir litla dýrinu, svona
hart hart, – en það er ekkert hrætt og ekkert þreytt eins og litla
dýrið – því þykir bara gaman, voða gaman, þetta er leikurinn þess
– eins og kisu þykir svo gaman að kvelja litlu músina áður en hún
drepur hana – voða, voða gaman!“1
Á þessa leið hefst „Dýrasaga“ eftir Ástu Sigurðardóttur sem birtist í smá-
sagnasafninu Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns árið 1961. Sagan segir frá
stúlkubarni sem beitt er margvíslegu ofbeldi af stjúpa sínum. Tilvitnunin
hér að framan er hluti af dýrasögu sem stjúpinn segir barninu hvað eftir
annað til að hræða það; sú fjallar um hvernig stórt dýr eltir lítið dýr og
drepur það, ekki sér til matar heldur til skemmtunar. Þegar stóra dýrið
hefur hvílt sig eftir drápið leitar það að næsta fórnarlambi; litlu dýrin eru
aldrei óhult, dráp þeirra er samfelld hringrás. Saga stjúpans endurspeglar
samskipti hans og stúlkunnar en hann virðist beita hana kynferðislegu
ofbeldi ekki síður en sálrænu – en móðurina, sem ver barnið, kúgar hann
með barsmíðum.2 Til að undirstrika sársauka barnsins, hræðslu og vanlíð-
an og í sömu mund yfirráð og ógn stjúpans er smásagan myndskreytt með
dúkristu – eftir Ástu sjálfa – sem sýnir lítið dýr, óttaslegið stúlkubarn og
svart ógnandi dýr. Dúkristan prýðir forsíðu Ritsins þessu sinni enda tengist
1 Ásta Sigurðardóttir, „Dýrasaga“, Sögur og ljóð, 2009, bls. 121–132, hér bls. 121. –
Titill inngangsins er sóttur til Rögnu Sigurðardóttur, sjá Ragna Sigurðardóttir,
Vinkonur, Reykjavík: Mál og menning, 2016, bls. 5.
2 Dagný Kristjánsdóttir hefur skrifað um „Dýrasögu“ þar sem hún fjallar meðal
annars um samband stjúpans og telpunnar. Sjá Dagný Kristjánsdóttir, „Myndir“,
Undirstraumar, 1999, bls. 139–153.