Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 106
108
pige merkti bæði ‘léttúðardrós’ og ‘vændiskona’ og því hefur verið nær-
tækt að gleðikona fengi vændismerkinguna að láni. Merkingarþrengingin
frá merkingu (B) til merkingar (C) hefur þá orðið innan dönsku. Orðið
gleðimaður hefur aftur á móti ekki fengið merkinguna ‘vændiskarl’ á sama
tíma svo að vitað sé. Annars vegar hefur lántaka úr grannmáli ekki komið
til greina, ef menn þekktu ekki sambærilegt erlent orð um karlmann sem
stundaði vændi, og hins vegar hefur þörfin fyrir orð um vændiskarla ef til
vill ekki verið mikil.41
Ný gleði-orð um konur birtast á 20. öld
Þar með er ekki öll sagan sögð því að heimildir um fleiri samsett orð með
gleði- sem fyrri lið bætast í safnið á 20. öld. Orðin um konur geta haft
þrenns konar merkingu, þ.e. fallið undir (A) ‘fjörug kona, kona gefin fyrir
gleðskap’, (B) ‘léttúðardrós, lauslætisdrós’ eða (C) ‘vændiskona’. Það á við
um þessi orð eins og orðið gleðikona að ekki er alltaf auðvelt að flokka ein-
stök dæmi.
Orðið gleðidrós hefur yfirleitt greinilega merkingu af gerð (B) eða (C),
‘léttúðardrós, vændiskona’, enda hafði no. drós fengið merkinguna ‘flenna’.
Í elsta dæmi Ritmálssafns, (9)a. frá árinu 1905, er það reyndar notað um jap-
anskar geisjur. Á Tímarit.is eru tugir dæma frá árabilinu 1923–1978 og er
þar mjög oft sagt frá erlendum konum. Þeirra á meðal er (9)b. úr þýðingu
Þórarins Guðnasonar á smásögunni „Regn“ eftir Somerset Maugham. Þar
er e. the flaunting quean þýtt með orðunum ‘gleðidrósin fasmikla’ (e. quean
‘flenna, vændiskona’).42 Þessi persóna verksins hefur vændi að atvinnu.
a. Loks mátti sjá þar nóg af japönskum gleðidrósum (Geisha), sem
voru í hávegum hafðar hjá rússnesku liðsmönnunum.43
b. Hér var komin gleðidrósin fasmikla, sem þau þekktu svo vel frá
fyrri tíð.44
41 Danska orðið glædesmand fannst ekki í helstu orðabókum og hefur því varla verið
algengt. Leitarvélin Google (8. mars 2018) fann eitt dæmi frá 1943 um glædesmand
í merkingunni ‘samkvæmismaður’; sjá Tom Kristensen, I min tid: Fra klunketid til
øgledage, København: Gyldendal, 1963, bls. 188 [áður birt 1943]. Auk þess fann
Google dæmi úr dagblöðum frá 1996 og 2012 um merkinguna ‘vændiskarl’.
42 W. Somerset Maugham, Rain And Other Stories, new York: Grosset & Dunlap,
1921, bls. 300; Sören Sörenson, Ensk-íslensk orðabók með alfræðilegu ívafi, [Reykja-
vík]: Örn og Örlygur, 1984, bls. 837.
43 Ísafold, 17/1905, bls. 67 (Ritmálssafn).
44 Dvöl, 13: 3–4/1945, bls. 244.
Guðrún Þórhallsdóttir
(9)