Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 140
143
arleysi opinberra stofnana þegar að formlegum viðbrögðum við ofbeldi karla
gegn konum kom, auk ofbeldisins sjálfs. Against Our Will (1975) eftir Susan
Brownmiller er meðal þekktari rita tímabilsins en þar fjallar Brownmiller
um nauðganir í víðu sögulegu samhengi – og þarf kannski ekki að koma á
óvart að sjálft hugtakið „nauðgunarmenning“ á rætur að rekja til þessarar
bókar – og skilgreinir nauðganir sem víðtæka hryðjuverkastarfsemi og enn-
fremur sem grunnstoð feðraveldisins.39 Í nýlegri grein Sascha Cohen í tíma-
ritinu Time er fjallað um sögulegt mikilvægi bókarinnar, og gengur Cohen
út frá því sem gefnu að hún hafi átt mikilvægan þátt í að breyta umræðunni
um nauðganir og viðbrögðum við þeim, m.a. með því að endurskilgreina
þær sem pólitískt vandamál frekar en ástríðuglæp.40 Bókin vakti gríðarlega
athygli á sínum tíma, enda sérlega vígreif:
Sú uppgötvun karlmanna að kynfæri þeirra megi nota sem vopn til
að framkalla ótta verður að teljast ein mikilvægasta uppgötvun for-
sögulegra tíma, hliðstæð uppgötvun eldsins og fyrstu frumstæðu
öxinni. Alla tíð síðan hafa nauðganir að mínu mati gegnt lykilhlut-
verki. Þær eru hvorki meira né minna en meðvitað kúgunartæki, og
í krafti þess halda allir karlar öllum konum óttaslegnum.41
Sérstaka athygli vekur lokakafli verksins er nefnist „Konur berjast á móti“
en þar er sjónum beint að viðnámskostum kvenna, og eftir að hafa rætt
forgangsatriði á borð við nauðsyn þess að breyta lagaumgjörðinni þannig
að nauðganir innan hjónabands verði ólöglegar, átak sem ekki bar árangur
fyrr en áratugum síðar víðast hvar í Vesturheimi, nemur Brownmiller stað-
ar við þátt ofbeldis í andófi gegn nauðgunarmenningu. Leggur hún til í því
þessarar greinar að mörg þeirra viðhorfa sem fjallað er um í skáldverki Steinars
Braga eigi samleið með og vísi aftur til annarrar bylgju femínisma, umfram ýmsar
nýlegri birtingarmyndir femínismans.
39 Skilningur á nauðgunarhugtakinu hefur breyst á síðustu árum og kynferðisofbeldi
almennt, ekki síst með tilkomu #metoo og skilur til að mynda mjög á milli hug-
mynda dagsins í dag og þeirra sem Susan Brownmiller ræðir í sinni bók. Dæmi
um þetta má sjá í nýlegu viðtali við Brownmiller, Katie Van Syckle, „Against Our
Will Author on What Today’s Rape Activists Don’t Get“, The Cut, 17. september,
2015, sótt 17. nóvember 2018 af https://www.thecut.com/2015/09/what-todays-
rape-activists-dont-get.html?mid=twitter_nymag.
40 Sascha Cohen, „How a Book Changed the Way We Talk About Rape“, Time.com,
7. október 2015, sótt 23. mars 2018 af http://time.com/4062637/against-our-
will-40/.
41 Susan Brownmiller, Against Our Will: Men, Women and Rape, New York: Ballantine
Books, 1993, bls. 14–15.
STRÍð GEGN KONUM