Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 147
151
Rannveig Sigurvinsdóttir
„Þú veist þú vilt það“
Skýringar á kynferðisofbeldi á samfélagsmiðlum
Barátta gegn kynferðisafbrotum og umræða um þau hefur aukist jafnt og
þétt í íslensku samfélagi. Nærtækt er að minnast hreyfinga sem kennd-
ar hafa verið við Beauty tips og #MeToo. Alþjóða heilbrigðismálastofn-
unin (e. World Health Organization) hefur skilgreint kynferðisofbeldi sem
kynferðislega hegðun (eða tilraun til hennar), kynferðislega tilburði eða
athugasemdir gegn vilja viðkomandi með því að nota einhvers konar
þvingun, óháð sambandi geranda og þolanda og óháð staðsetningu.1
Rannsóknir síðustu ára sýna að slíkt ofbeldi á sér stað hérlendis, en til
dæmis leiddi ein rannsókn frá 2010 í ljós að 24% kvenna á aldrinum 18-80
ára höfðu sætt kynferðisofbeldi af hendi karlmanns einhvern tíma eftir
að þær urðu 16 ára gamlar.2 Afleiðingar ofbeldisins geta verið alvarlegar,
meðal annars aukin hætta á áfallastreituröskun, þunglyndi og sjálfsvígi.3
Til dæmis sýndi rannsókn meðal íslenskra framhaldsskólanema að einkenni
kvíða, þung lyndis og reiði voru hærri meðal þolenda kynferðisofbeldis, auk
1 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, World Health Report, sótt 24. júlí 2018 af
http://www.who.int/violence_injury_prevention/violence/global_campaign/en/
chap6.pdf, hér bls. 149.
2 Í þessari rannsókn var kynferðisofbeldi skilgreint sem þvingun eða tilraun til sam-
fara með ofbeldi eða hótun, kynferðisleg snerting sem veldur vanlíðan, svo og aðrar
tegundir kynferðisofbeldis. Elísabet Karlsdóttir og Ásdís A. Arnalds, „Rannsókn
á ofbeldi gegn konum: Reynsla kvenna á aldrinum 18-80 ára á Íslandi“, Stjórn-
arráðið, desember 2010, sótt 29. apríl 2018 af https://www.stjornarradid.is/media/
velferdarraduneyti-media/media/ritogskyrslur2011/26012011_Ofbeldi_a_konum.
pdf, hér bls. 27.
3 Elizabeth O. Paolucci, Mark L. Genuis og Claudio Violato, „A meta-analysis of the
published research on the effects of child sexual abuse“, The Journal of Psychology,
135/2001, bls. 17–36, hér bls. 17; Emily R. Dworkin, Suvarna M. Menon, Jonathan
Bystrynski og Nicole Allen, „Sexual assault victimization and psychopathology: A
review and meta-analysis“, Clinical Psychology Review, 56/2017, bls. 65–81, hér bls.
65.
Ritið 3/2018, bls. 151–171