Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 122
125
Björn Þór Vilhjálmsson
Stríð gegn konum
Kata og nauðgunarmenning
Ég möttulinn þekki, ó þvílíkt fár,
þú ert mér týnd, nú blæða hjartasár.
Dóttir Töres í Vänge
Sænskt söguljóð frá 13. öld1
Kata (2014) eftir Steinar Braga er glæpasaga. Með því er ekki aðeins átt
við að hún geri glæpi að umfjöllunarefni heldur sver skáldsagan sig í ætt
við bókmenntagreinina sjálfa hvað form og efnistök varðar. Nú eru ýmsar
leiðir farnar við að skilgreina glæpasögugreinina en upphaf hennar er jafn-
an rakið til nítjándu aldar og því að fram kemur sögupersóna sem rannsak-
ar ódæði eða myrkraverk af einhverju tagi.2 Rannsóknin sveipar glæpinn
dulúð og fleytir honum um leið að miðju frásagnarinnar. Þróunin liggur
í þessu sambandi frá Edgar Allan Poe til Arthurs Conan Doyle og þaðan
á milli landa og í gegnum ýmis breytingarferli, þ. á m. úr smásögunni
yfir í skáldsöguna. Spæjarinn var löngum óformlegur þátttakandi í rann-
sókn glæpamála (Dupin, Holmes, faðir Brown, Poirot, Marlowe, Spade
o.s.frv.) en verður formlegur rannsóknarlögreglumaður þegar líða tekur á
tuttugustu öldina – og ekki er óalgengt í slíkum sögum að sérstök áhersla
sé lögð á lýsingar á löggæslu sem iðju og atvinnu. Harðsoðnar rökkursög-
ur, í fyrstu oftast bandarískar, skákuðu stundum spæjaranum í aukahlut-
verk og gerðu glæpamanninn sjálfan að söguhetju. Tilurð glæpasögunnar
helst í hendur við þéttbýlisvæðingu og skuggahliðar borgarlífsins reynast
1 Ég vil þakka Guðna Elíssyni fyrir þýðinguna á ljóðlínunum tveimur.
2 Sjá hér annars vegar Charles J. Rzepka, „Introduction: What is Crime Fiction“,
A Companion to Crime Fiction, ritstj. Charles J. Rzepka og Lee Horsley, Oxford:
Blackwell, 2010, bls. 1–11, og hins vegar Martin Priestman, „Introduction: Crime
Fiction and Detective Fiction“, The Cambridge Companion to Crime Fiction, ritstj.
Martin Priestman, Cambridge og New York: Cambridge University Press, 2003,
bls. 1–7.
Ritið 3/2018, bls. 125–149