Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 8
7
Af þessu má sjá að erfitt getur reynst hve dómarar meta málsgögn á gagn-
ólíkan hátt. Hljóðin í stúlkunni, sem sætir ofbeldi, eru þó jafnan lykil atriði
og hversu kröftuglega hún spyrnir á móti nauðgaranum. Geta má sér til
um að einhverjir karlar í dómarastétt hafi viljað sjá rifin föt og líkamlega
áverka áður en þeir voru tilbúnir að dæma aðra karla nauðgara, fremur en
þeir hafi spurt hvers fötluð stúlka megnaði gegn ófötluðum karlmanni. En
Ólafur bóndi var þó fundinn sekur um hórdómsbrot, þar sem hann var
kvæntur.
Kerfislæg afstaða karlveldisins til nauðgana og nöturleg afstaða þess til
kvenna birtist ekki bara í dómum. Forvitnilegt dæmi úr myndlistargagn-
rýni frá árinu 1950 skal að endingu nefnt en það vitnar meðal annars um
að nauðgun er ekki fyrst og fremst glæpur í augum allra karla:
Nauðgun á fallegu fjalli í myndtúlkun er álíka syndsamleg og lík-
amleg nauðgun á fallegri og engilhreinni stúlku, þó að síðarnefnda
brotið lúti lögmálum, sem eru ofurlítið annars eðlis en hið fyrrnefnda.
Hvort tveggja er brot á lögmálum hins fagurfræðilega.20
2.
Enda þótt sagan leggi til ófá dæmi um kynbundið ofbeldi er það ekki fyrr en
með kvenréttindabaráttu síðustu alda á Vesturlöndum að menn fara að gefa
því ærlegan gaum og sinna því sem viðfangsefni fræða. Kvennabaráttunni
hefur gjarna verið lýst sem bylgjum femínisma er hver mótast af nýjum
hugmyndum og breyttum áherslum í takt við tíðaranda, samfélagsgerð
og félagslega stöðu kvenna á hverjum tíma.21 Sú fyrsta hófst á miðri nítj-
ándu öld og varaði fram á miðjan þriðja áratug síðustu aldar. Á þeim tíma
börðust femínistar fyrir auknu sjálfstæði til jafns við karla og lögðu áherslu
á að ná fram ýmsum borgaralegum réttindum fyrir konur eins og kosn-
ingarétti, kjörgengi og aðgangi að menntun.22 Á Íslandi fengu konur yfir
20 Steingrímur Sigurðsson, „Evrópusýning íslenzkrar myndlistar“, Líf og list 9/1950,
bls. 3–11, hér bls. 6, leturbreyting okkar.
21 Í bók frá 2017 fjallar Prudence Chamberlain sérstaklega um „bylgju“ hugmyndina
og reynir að gera hana að nýtilegra tæki til að vinna með. Sjá Prudence Chamberla-
in, The Feminist Fourth Wave: Affective Temporality, London: Palgrave/MacMillan,
2017.
22 Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, „Að gera til að verða: Persónusköpun í íslenskri
kvennabaráttu“, Fléttur 1: Rit Rannsóknastofu í kvennafræðum, ritstj. Ragnhildur
Richter og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík: Rannsóknastofa í kvennafræðum
Háskóli Íslands og Háskólaútgáfan, 1994, bls. 87–114, hér bls. 89–91.
„EINS OG Að REyNA Að æPA Í DRAUMI“