Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 151
155
ofbeldis hafa skrifað á Twitter og Facebook um upplifun sína. Markmið
rannsóknarinnar var að varpa ljósi á skýringar sem koma fram í færslum
þolendanna og bera þær saman við fyrri rannsóknir. Gögnin eru fjöl-
breytt þar sem þolendur segja frá eigin upplifun og áhrifum ofbeldisins. Í
sumum tilvikum vísa þolendur beint í ákveðna þætti sem skýringu ofbeld-
isins en lýsa einnig aðstæðum, hegðun gerandans og viðbrögðum annarra.
Lýsingar í frásögnum þolandans eru mikilvægar í þessu samhengi þar sem
frásögn þolandans er sjálfsprottin, þ.e. ekki svar við ákveðinni spurningu.
Upplýsingarnar sem koma fram markast þannig af því sem viðkomandi
finnst sjálfum mikilvægt og vill að aðrir viti. Rannsóknir í félagssálfræði
hafa sýnt að fólk hefur ríka þörf fyrir að leita að dýpri merkingu og skýr-
ingum á eigin upplifunum. Frásagnir og lýsingar af atburðum endurspegla
þannig gjarnan þætti sem skýra þá. Til dæmis er klassísk tilraun í sálfræði
að biðja þátttakendur að lýsa myndbandi af þríhyrningi, kassa og hring
sem færast um skjá á ákveðinn hátt. Þrátt fyrir að aðeins sé beðið um lýs-
ingar gefa þátttakendur nær undantekningarlaust skýringar á hreyfing-
unum og gefa jafnvel dauðum hlutum ætlun (t.d. að eitt formið sé að stríða
hinum).17 Samfélagsmiðlafærslur sem byggja á lýsingum endurspegla því
ekki einungis sýn þolenda heldur geta þær einnig endurspeglað skýring-
ar á atburðinum. Þolandinn getur þannig dregið athyglina að ákveðnum
þáttum, sem geta kallast á við reynslu þeirra af samskiptum við gerandann
og samfélagið. Efnið er mikilvægt af því að það varpar ljósi á sýn þolenda,
en einnig af því að frásagnirnar endurspegla samfélagsleg viðhorf til kyn-
ferðisofbeldis.
Aðferð
Gögn rannsóknarinnar eru 397 íslenskar færslur sem voru settar á Facebook
og Twitter frá apríl 2015 til mars 2017.18 Í gagnaöfluninni var leitað eftir
færslum með leitarorðum sem tengjast ofbeldi og þeirri umfjöllun sem
skapaðist í kjölfar Beauty tips hreyfingarinnar: Ofbeldi, kynferðisofbeldi,
#daginneftir, #konurtala, #þöggun. Einungis voru valdar færslur þar sem
brögð frá öðrum við frásögnum þolenda (til dæmis á Twitter). Skýringar þolenda í
frásögnum þeirra á samfélagsmiðlum eru aftur á móti nokkuð þröngt viðfangsefni
og höfundi hefur ekki tekist að finna neina aðra grein þar sem sú aðferð hefur verið
notuð.
17 Denis Hilton, „Social Attribution and Explanation“, The Oxford Handbook of Causal
Reasoning, ritstj. Michael Waldmann, Oxford: Oxford University Press, 2017.
18 Safnað í maí og júní 2017.
„ÞÚ VEIST ÞÚ VILT ÞAð“