Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 148
152
sjálfsskaðandi hegðunar og sjálfsvígshegðunar.4 Algengast er að þolendur
ofbeldisins séu konur og karlar gerendur þó vissulega séu dæmi um annað.5
Lengi vel var lítið rætt opinberlega um efnið en miklu skiptir að í sam-
félaginu sé fólk almennt á einu máli um að nauðganir og aðrar kynferð-
isþvinganir séu ekki líðandi fremur en annað ofbeldi. Síðustu ár hafa þol-
endur hinsvegar verið hvattir til að segja frá reynslu sinni til að vinna gegn
þöggun um málaflokkinn. Afstaða löggjafans og dómsvaldsins til kynferð-
isbrota hafa enda breyst síðustu ár, til dæmis með endurskoðun lagaákvæða
um kynferðisbrot og þyngingu dóma.6 Samfélagsmiðlar eru áhugaverðir
og aðgengilegir til að miðla reynslu og skoðunum og margir þolendur hafa
nýtt þá til að segja frá eigin upplifun. Birting þolenda á eigin sögum kann
líka að gefa rödd þeirra annað vægi en þegar sagt er frá í eigin persónu
eða á öðrum miðlum.7 Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar, sem hér
verður greint frá, er að lýsa skýringum á kynferðisofbeldi sem eru settar
fram á samfélagsmiðlum og kanna hvort þær ríma við fyrri rannsóknir á
þessu sviði. Slíkar skýringar eru mikilvægar því þær varpa ljósi á samfélags-
legt samhengi, þ.e. hvað fólki finnist að valdi því að ofbeldi eigi sér stað,
sem endurspeglar svo sýn þeirra um hvað mætti gera til að koma í veg
fyrir slíkt ofbeldi. Þetta verður gert með því að skoða færslur á samfélags-
miðlum þar sem þolendur segja frá eigin reynslu af slíku ofbeldi. Skýring á
ofbeldi er nokkuð vítt hugtak en felur í grunninn í sér einhvers konar eign-
un (e. attribution), þ.e. að einhver þáttur er notaður til að útskýra af hverju
ofbeldið átti sér stað. Ekki er nauðsynlegt að um sé að ræða raunverulega
orsakaþætti, heldur endurspeglar þetta sýn viðkomandi á fyrirbærið.
4 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, „Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sem áhættuþáttur
tilfinninga- og hegðunarvandamála“, Hinn launhelgi glæpur: Kynferðisbrot gegn börn-
um, ritstj. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2011, bls. 269–295,
hér bls. 269–270.
5 Extent, nature and consequences of rape victimization: Findings from the national violence
against women survey, National Institute of Justice í Bandaríkjunum, 2006, sótt 1.
nóvember 2018 af https://www.ncjrs.gov/pdffiles1/nij/210346.pdf, hér bls. 7–12.
6 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, „Refsiákvæði sem varða kynferðisbrot gegn börnum“, Hinn
launhelgi glæpur: Kynferðisbrot gegn börnum, ritstj. Svala Ísfeld Ólafsdóttir, Reykjavík:
Háskólaútgáfan, 2011, bls. 57–108, hér bls. 60-61; Ragnheiður Bragadóttir, „Þróun
refsinga fyrir kynferðisbrot“, Stjórnmál og stjórnsýsla 5: 1/2009, bls. 49–68, hér
61–63.
7 Timothy D. Wilson, Elliot Aronson og Kevin Carlsmith, „The art of laboratory
experimentation“, Handbook of Social Psychology, ritstj. Susan T. Fiske, Daniel T.
Gilbert og Gardner Lindzey, Hoboken NJ: Wiley, bls. 51–81.
Rannveig SiguRvinSdóttiR