Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 139
142
Ekki er að sjá að Marilyn French sé ein á báti með skoðanir sínar eða
að lestur hennar á tölfræði sé á skjön við niðurstöður annarra sem málið
hafa skoðað – nú eða að ástandið hafi breyst til muna síðan á öndverðum
tíunda áratugi síðustu aldar.34 Joan McGregor gegnir prófessorsstöðum
bæði við heimspeki– og lagadeild Arizona háskóla í Bandaríkjunum en í
kafla um lagalegar hliðar kynferðisofbeldis í nýlegu yfirlitsriti, Handbook
on Sexual Violence, endurspeglast sömu viðhorf og greina má hjá French.
„Saga nauðgana í lagakerfinu í hinum bresk-bandaríska heimi“, bendir
McGregor á, „er vitnisburður um meðferð á konum sem er stórhneyksli og
óverjandi, og á það jafnframt við um „framsækna“ löggjöf“.35 Fyrirkomulag
og framkvæmd refsilöggjafar þeirrar sem McGregor beinir sjónum að sýn-
ist henni bersýnilega vera sniðin til að „verja hagsmuni karla“.36
Niðurstaða Kötu er að yfir standi stríð gegn konum. Það sem Björn,
Atli og Garðar gerðu dóttur hennar og máttleysi yfirvalda í kjölfarið er ein
birtingarmynd þess.
Nokkrar tölur frá FBI í Bandaríkjunum. Árin 2001–2012 dóu 3073
manneskjur vegna hryðjuverka, megnið af þeim í Tvíburaturnunum.
Og 4486 hermenn létust í Írak og 2002 hermenn í Afganistan.
Á þessu sama tímabili, árin 2001–2012, voru 11.766 konur drepnar
af kærustum sínum eða eiginmönnum. Það er meira en áðurnefndar
tölur samanlagðar. – Fleiri en dóu í öllum stríðum Bandaríkjanna á
tímabilinu.
Stríð gegn konum?37
Hér færir Kata í orð niðurstöðu sem er samhljóma bæði menningarrýni
French og viðhorfum ýmissa þeirra er áberandi voru í annarri bylgju fem-
ínisma á áttunda áratug liðinnar aldar.38 Aflvaki baráttunnar var skeyting-
34 Samanber yfirstandandi átak Amnesty International.
35 Joan McGregor, „The Legal Heritage of the Crime of Rape“, bls. 71.
36 Sama heimild, bls. 71.
37 Steinar Bragi, Kata, bls. 343.
38 Hér er rétt að slá nokkra fyrirvara. Mikilvægur munur er á róttækum femínistum
annarrar bylgju síðari hluta tuttugustu aldar og femínistum 21. aldar þegar kemur
að viðhorfum og umræðu um kynferðisofbeldi og nauðganir. Bent hefur verið á að
málflutningur sumra í annarri bylgju femínismans hafi litast af rasískum og trans-
fóbískum viðhorfum, og sækja TERF femínistar samtímans í ákveðna þætti í þess-
um hugmyndum, t.d. með höfnun sinni á því að trans-konur séu konur. En þegar
að mörgum grunnþáttum kemur voru áherslur femínismans á áttunda og níunda
áratugnum um margt ólíkar áherslum dagsins í dag, og stangast jafnvel á við þær,
enda hefur umræðan og hugmyndavinnan haldið áfram. Það er þó röksemdarfærsla
Björn Þór Vilhjálmsson