Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 73
75
slíkar mýtur leiddu til þess að tilvik þar sem þvinguð kynmök áttu sér stað,
þ.e. nauðgun, væru hins vegar ekki skilgreind sem slík. Nauðgunarmýtur
eru hluti af samfélaginu og lita hugmyndir dómara um nauðgun rétt eins
og annarra, en þeirra hlutverk er að túlka lögin sem sett eru. Brownmiller
hefur einnig haldið því fram að við búum við nauðgunarmenningu, þ.e.
menningu sem styður við og samþykkir nauðgun.24 Nauðgunarmýtur hafa
áhrif á almennar skilgreiningar á nauðgun og geta leitt til afneitunar á
fyrir bærinu.25 Lonsway og Fitzgerald segja nauðgunarmýtur verða til þess
að kynferðisleg áreitni í garð kvenna sé réttlætt.26 Meðal nauðgunarmýta
má nefna að konur „ljúgi til um nauðganir, allar heilbrigðar konur ættu
að geta varist nauðgunum, nauðgarar séu sjúkir, að eiginmenn geti ekki
nauðgað mökum sínum, konur njóti nauðgunar, konur biðji um að verða
nauðgað, karlar geti ekki hamið sig eftir að hafa verið kynferðislega örv
aðir og að nauðgarar séu augljóslega ólíkir „eðlilegum“ körlum“. 27 Þá er
algeng sú mýta að gerandi og þolandi þekkist ekki og nauðgun eigi sér stað
í formi árásar á dimmu svæði utandyra.28
Þolendaábyrgð hefur áhrif á meðferð nauðgunarmála en með því
er átt við að fórnarlömbum brota er haldið ábyrgum fyrir eigin örlög
um. Þolendaábyrgð hefur verið útskýrð með margvíslegum hætti, m.a.
með kenningunni um varnartileinkun (e. defensive attribution hypothesis).
Samkvæmt henni eykur fólk eða dregur úr ábyrgð eftir því hvort það
skynjar einhver líkindi með sjálfu sér og fórnarlambi eða ekki og hvort
það telur líkur á að það lendi sjálft í svipaðri stöðu. Neikvæð skynjun fólks
gagnvart fórnarlambi minnkar með auknum líkindum milli þess sjálfs og
fórnarlambs. Þetta er varnarháttur til þess að vernda sjálfan sig frá því að
vera gerður ábyrgur í svipaðri stöðu.
24 Susan Brownmiller, Against Our Will: Men, Women and Rape, New york: Ballantine
Books, 1975; Emilie Buchwald, Pamela R. Fletcher og Martha Roth, Transforming
a rape culture, Minneapolis: Milkweed Editions, 2005.
25 Zoe d. Peterson og Charlene L. Muehlenhard, „Was it rape? The function
of Women’s rape myth acceptance and definitions of sex in labeling their own
experience“, Sex roles, 3–4/2004, bls. 129–144.
26 Kimberly A. Lonsway og Louise F. Fitzgerald, „Rape myths in review“, bls.
136–137.
27 Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir, „Það er svo óþol
andi“, bls. 2.
28 Rosemary iconis, „Rape Myth Acceptance in College Students: A Literature
Review“, Contemporary Issues In Education Research, 2/2008, bls. 47–52, hér bls.
48.
„HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“