Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 221
228
tungumálið – en að því gefnu hefði hún sennilega tekið fjölbreytileikanum
vel. Í skáldsögunni Snörunni, sem Jakobína sendi frá sér árið 1968, birtist
okkur, í samfelldu eintali íslensks verkamanns sem virðist vera að tala við
samstarfsmann sinn, mynd af landi og þjóð sem er komin í klær eða snöru
stórs alþjóðafyrirtækis. athyglisvert er að þar verður þessi sami mælandi,
starfsmaður hins útlenda fyrirtækis, jafnframt talandi dæmi um útlend-
ingahatur, sem sagan snýst hinsvegar algerlega gegn.
Þarna erum við komin að sögu sem einkennist sannarlega af frásagn-
arlegri nýbreytni. Jafnvel þeim lesendum sem þekkja Snöruna vel fyrir,
getur hún komið á óvart – endurlesturinn hefur löngum þótt vænn próf-
steinn á vægi bókmennta. Það er mögnuð tilfinning en einnig svolítið
óhugnanleg að láta snarast af þessu verki, þar sem við heyrum eða lesum
eingöngu eina rödd, tjáningu manns sem er sjálfur með tilvistarlega snöru
um hálsinn án þess að gangast við því. Sú afneitun hans, sem kannski er
þjóðleg á sinn hátt, kemur fram í sjálfsafhjúpun – í tali hans greinir lesandi
óm af öðrum „röddum“ eða viðhorfum sem hann snýst gegn eða gerir lítið
úr, en samtímis molnar þó veruleikamynd hans, mótuð af sérgæsku, tæki-
færismennsku og óheilindum, undan honum. Hann er einskonar mannleg
sjálfseyðingarvél. Hann þykist vera talsmaður lýðræðislegra gilda en ber
jöfnum höndum í bætifláka fyrir það niðurbrot lýðræðis sem á sér stað í
samfélagi hans. Og það er vægast sagt kaldhæðið að maðurinn skuli starfa
sem sópari – hlutverk hans og samstarfsmannsins er að koma rusli undan
og halda vinnustaðnum hreinum. Samt líkt og rennur lesandi tilneydd-
ur í stöðu samstarfsmannsins. Sá náungi kemur að vísu með ákveðnar
athugasemdir og spurningar, andæfir jafnvel stöku sinnum og bendir á
mótsagnir í málflutningi þess sem orðið hefur í sögunni, eins og greina má
af viðbrögðum í tali hans. En sagan hnígur samt að útþurrkun þessa mis-
munar og í sögulok, þegar mælandanum er orðið ljóst að fyrirtækið hefur
náð óskeikulu tangarhaldi á honum, dregur hann viðmælandann með sér.
Báðir hafa þeir gerst sekir um þjófnað í vinnunni og sitja nú í sömu snör-
unni.
En „óþægindi“ lesandans skýrast þó ekki að öllu leyti af því að hann
þurfi að vera í stöðu samstarfsmannsins – eða hugsanlega í stöðu einhvers
þriðja aðila, þess heyranda sem oft er í holti nær, í þessu tilviki einna líkast
íslenskar aðstæður Guðmund Hálfdanarson, Íslenska þjóðríkið. Uppruni og endimörk,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og Reykjavíkurakademían, 2001.
ÁstrÁður EystEinsson