Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 197
203
því enn á ný hvernig henni þykir Þórarinn yfirvinna natúralismann fyrir
tilstilli listfengi og nútímalegrar litahugsunar. Það er þó nýmæli í texta
Selmu í þetta sinn að nú leggur hún sérstaka áherslu á verkin sem Þórarinn
málaði síðustu þrjú æviárin, þar sem henni þykir hann nú hafa náð hvað
bestum árangri í list sinni. Hún telur að þessa nýju orku og ferskleika í list
hans megi að hluta til rekja til Evrópuferðar hans árið 1921 þar sem hann
átti þess fyrst kost að ferðast til MiðEvrópu og sjá verk í söfnum þar.58 Vel
má vera að Selma hafi viljað draga nýrri verkin sérstaklega fram í sviðs
ljósið sem mótvægi við þeirri athygli sem eldri verkin, þau sem Þórarinn
málaði fram til um 1905, voru farin að fá á alþjóðavettvangi.
Í kjölfar þessara alþjóðlegu sýninga á norrænni aldamótalist brá fyrir sér
stökum áhuga á íslenskri landslagslist í nágrannalöndum okkar. Afrakstur
þessa var stór sýning á íslenskum landslagsmálverkum í Englandi árið
1989. Þar voru sýnd verk listamanna allt frá upphafi tuttugustu aldar fram
til samtíma. Halldór Björn Runólfsson skrifar texta í sýningarskrána sem
er opin hugleiðing um sögu íslensks landslagsmálverks.59 Skrif hans um
Þórarin eru nokkur samtíningur úr því sem skrifað hafði verið um hann
árin á undan. Hann leggur áherslu á það að Þórarinn „hafi að mestu sætt
sig við að túlka íslenskt landslag með málunaraðferðum sem betur hefðu
hentað náttúru Danmerkur“ og að hann byggi á 19. aldar tækni. Hann
telur þó að í „beinni og hreinskilinni tjáningu“ hafi Þórarinn haft mikilvæg
áhrif, allt til samtímans.60 Hér má því sjá nokkurn samhljóm við hug
myndir eins og Varnedoe lýsir, um sérkennilegan sambræðing þess sem
Varnedoe tengir við natúralisma 19. aldar, í tækni og dönskum landslags
stíl, við symbólisma aldamótanna, sem fær skýrasta mynd sína í express
jónístískri tjáningu.
Enski gagnrýnandinn John Russell Taylor skrifar einnig grein í sýn
ingarskrána fyrir sýninguna árið 1989. Þar veltir hann fyrir sér á hvaða
hátt symbólisminn hafi verið ríkjandi stef í íslensku landslagsmálverki allt
frá upphafi til samtíma.61 Taylor tekur list Þórarins fyrir í upphafi greinar
sinnar og setur hana í samhengi við aldamótalistina í Evrópu. Hann ræðir
58 Selma Jónsdóttir, Fjórir frumherjar: Listasafn Íslands 100 ára, sýningarskrá, Reykja
vík: Listasafn Íslands, 1985, bls. 10–11.
59 Halldór Björn Runólfsson, „Reflections on Icelandic Art“, Landscapes from a high
latitude, ritstj. Julian Freeman, sýningarskrá, London,: Lund Humphries, 1989,
bls. 21–92.
60 Sama rit, bls. 23.
61 John Russell Taylor, „Symbolism: The Constant Strain in Icelandic Art“, Landscapes
from a high latitude, ritstj. Julian Freeman, bls. 93–105.
VIðTöKUR Á VERKUM ÞÓRARINS B. ÞoRLÁKSSoNAR