Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 199
205
úr verkunum; hinsvegar einkenni Varnedoes þegar hún tengir verkin við
norrænan symbólisma. Má telja að þá viðurkenningu sem Þingvallamyndir
Þórarins hafa hlotið á þessum tíma, þar sem þær voru orðnar að kjarna
listar hans, megi rekja til þeirrar viðurkenningar á sérstöðu þess sem áður
var talið bera einkenni ófrumlegrar, stofnanabundnar og akademískrar
norrænnar aldamótalistar.
Ný-rómantísk túlkun
Gunnar J. Árnason heimspekingur tók verk Þórarins fyrir og greindi í
heimspekilegri úttekt á hugmyndum um náttúrusýn árið 1994.64 Áhersla
Gunnars er á hugmyndafræðilegar áherslur þeirra listamanna sem hann
tekur fyrir, þá Þórarin og Ásgrím Jónsson. Markmiðið er að leitast við að
„leiða getum að því hvaða líkingar og ímyndir ganga eins og leiðarstef í
menningu Vesturlanda á okkar öld og hafa áhrif á náttúrusýn listamanna
og viðhorf þeirra til listarinnar gagnvart náttúrunni“.65 Í þessu skyni skoð
ar hann meðal annars Heklu úr Laugardal eftir Þórarin frá 1924. Í upphafi
lýsingar sinnar á mynd Þórarins segir Gunnar að sjónarhornið sé stað
sett hátt uppi og að áhorfandinn sé staddur upp í hlíð innan um kjarr
ið og horfi „þangað sem Hekla rís upp úr landinu og beinlínis geislar
frá sér guðdómlegri birtu“.66 Gunnar leggur áherslu á það í grein sinni
að náttúrusýn listamanna ráðist af menningarlegum forsendum þeirra og
umhverfi. Hann fylgir frumkvæði Rosenblums um viðhald rómantískra
hugmynda í málverki þegar hann staðsetur verk þau sem Þórarinn málaði
eftir fyrri heimsstyrjöldina fyrst og fremst á forsendum rómantískra hug
mynda: „Sú guðdómlega birta sem leikur um ísilagða Heklutinda er sama
birta og leikur um sál þess sem finnur fyrir návist Guðs […] Þannig talaði
náttúran til þeirra Ásgríms og Þórarins, slík er þeirra náttúrusýn.“67 Í kjölfar
þessarar umræðu leiðir Gunnar talið að þeirri náttúrusýn sem er við lýði á
ofanverðri 20. öld, þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að „hugmynd
in um guðdómlega, æðri náttúru, sem við finnum snemma á öldinni hjá
Ásgrími og Þórarni, tilheyrir fortíðinni og á sér enga stoð í vísindalegri og
64 Gunnar J. Árnason, „Heimurinn án mannsins: Náttúran í myndlist og myndlist í
náttúrunni“, Náttúrusýn: Safn greina um siðfræði og náttúru, ritstj. Róbert H. Har
aldsson og Þorvarður Árnason, Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði, 1994, bls.
235–247.
65 Sama rit, bls. 235.
66 Sama rit, bls. 236.
67 Gunnar J. Árnason, „Heimurinn án mannsins“, bls. 238–239.
VIðTöKUR Á VERKUM ÞÓRARINS B. ÞoRLÁKSSoNAR