Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 123
126
Björn Þór Vilhjálmsson
mikilvægasta viðfangsefni greinarinnar. Í seinni tíð hefur áhersla á sam-
félagsrýni rutt sér til rúms innan hennar og þegar glæpasagan nemur land
á Norðurlöndunum er það kannski ekki síst tækifærið til að stinga á sam-
félagskýlum sem gripið er á lofti.3
Kata byggir á þessari hefð en setur um leið samfélagslegt rýnishlut-
verk greinarinnar í ótvíræðan forgrunn. Samfélagsleg boðun er lýtur að
kynferðisglæpum er raunar innbyggð í skáldsöguna í svo ríkum mæli að
mögulegt er að ætla henni markmið á borð við vitundarvakningu og félags-
legar umbætur. Af þessum sökum tekur hún sér jafnframt skýrari stöðu í
umræðu um kynferðisofbeldi en algengt er um bókmenntir. Samhliða því
notar Steinar Bragi málaflokkinn til að spyrja spurninga um stöðu kvenna í
nútímasamfélagi, einkum í þeim löndum er Íslandi standa næst hvað varð-
ar menningu og efnahag, en meðvitund um hnattrænt misvægi er undir-
liggjandi. Að þessu leyti íhugar skáldsagan jafnframt réttlætishugtakið með
býsna róttækum hætti og stillir því upp andspænis hefndarhugtakinu. Hér
mætti að vísu benda á að þar með vinnur höfundur með viðfangsefni sem
tengjast glæpasögunni traustum böndum og hafa gert frá upphafi.
Sögulega þróun nútímavæðingar Vesturlanda má greina sem framvindu
í átt að mildi og lýðræðislegri miðstýringu þegar að hegningu kemur og
nýrri sýn á réttlæti er miðast við hagsmuni heildarinnar fremur en þröngt
skilgreinda hagsmuni valdhafa. Blóðhefndarmenning Íslendingasagnanna
og sundurslitnir líkamar aftökupallsins sem franski heimspekingurinn
Michel Foucault skrifaði um eru ólíkar birtingarmyndir valdbeitingar í
nafni réttlætis en tilfærsla hefur átt sér stað hvað geranda varðar frá einstak-
lingnum til handhafa ríkisvalds.4 Þróunina má rekja áfram til nútímans þar
sem valdið til að refsa blandast manngildishugsjónum Upplýsingarinnar,
sem og nýju verklagi og nýjum stofnunum sem mótaðar eru til að fram-
3 Sjá hér Steven Peacock, Swedish Crime Fiction: Novel, Film, Television, Manchester:
Manchester University Press, 2014, bls. 66–98, og Jacob Stougaard–Nielsen,
Scandinavian Crime Fiction, London og New York: Bloomsbury, 2016, bls. 17–38.
Sjá einnig Katrín Jakobsdóttir, Glæpurinn sem ekki fannst: Saga og þróun íslenskra
glæpasagna, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Háskólaútgáfan,
2001.
4 Michel Foucault, Discipline and Punish: The Birth of the Prison, þýð. Alan Sheridan,
London: Penguin, 1991. Einar Kári Jóhannsson ræðir sögu réttlætis– og hefnd-
arhugtaka með tilvísun til Íslendingasagnanna og menningarlegrar úrvinnslu í
samhengi við Kötu Steinars Braga í grein sinni „Heimatilbúið réttarkerfi: Birt-
ingarmynd hefnda í skáldsögunum Kötu eftir Steinar Braga og Góðu fólki eftir Val
Grettisson“, Ritið, 1/2018, bls. 137–163, hér bls. 141–145. Greinina má nálgast í
opnum rafrænum aðgangi hér: https://ritid.hi.is/index.php/ritid.