Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 173

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 173
178 okkar skrifandi stétt, virtur höfundur um áttrætt, og sakaði mig um að hafa sett nauðgunarsenuna í bókina í þeirri von að hún seldist betur. Og klykkti síðan út með: „Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk?“ Ég endurtek: „Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk?“ Vá. Þetta var svo klikkað. Og skrýtið. Þetta voru viðbrögð sem ég hafði alveg gleymt að ímynda mér. Svo mikið hatur, svo mikil reiði. Ég varð hálf dofinn. Að sjálfsögðu kviknaði í Fésbókinni og auðvitað var þetta svolítið erfitt, og einna sorglegast að sjá „menntað gáfufólk“ verja höf- und greinarinnar með þeim rökum að hann hefði eitt sinn skrifað góðar bækur. En samt sem áður var þetta ekki svo slæmt, þessi tiltekni höfundur var hvort eð er þekktur fyrir úreltar og öfgafullar skoðanir, kvenfyrirlitn- ingu og samúð með nauðgurum, og auðvitað eru hæfileikar engin trygg- ing gegn heimsku. En svo gerðist það nokkrum dögum síðar að ég var í bílnum og heyrði óvart manninn í útvarpinu lesa fram pistilinn, þann sem rithöfundurinn aldni hafði skrifað um mig. Já, í helsta menningarþætti Ríkisútvarpsins okkar heyrði ég stjórnandann fara með þessi orð, og það jafnvel af einhverskonar þórðarlegri kæti: „Hvaða kynvillingur hefur haft svona slæman smekk?“ Hér var mér öllum lokið. Gamall sársauki tók sig upp. Á nokkrum and- artökum hrapaði ég aftur niður í gamla helvítið mitt, allt í einu leið mér eins og mér hefði verið nauðgað aftur. Mér var gert að ganga í gegnum þetta enn á ný. Það var sálarlamandi ferli. Þetta var erfiðasta útgáfuvertíð- in. Og nokkrum vikum síðar var ég mættur í viðtal á Stígamótum, sat þar í þolendastólnum og opnaði mig fyrir ráðgjafa, þrjátíu árum of seint, en samt svo fullur af glænýjum sársauka. Þarna lærðist mér að nú væri ég að ganga í gegnum það sama og allar konurnar, stelpurnar, (og nokkrir karl- menn) mega ætíð upplifa þegar þau opinbera reynslu sína. Þegar þú sem brotaþoli segir frá glæpnum færðu strax mikinn stuðning en líka reiði; það er nefnilega alltaf til fólk sem er til í að ásaka ÞIG fyrir það sem þú þurftir að þola. Fyrirbæri þetta er vel þekkt í fræðunum og kallast á ensku „secondary victimization“; endurupplifun brotaþola. Mér var kastað 30 ár aftur í tímann, ég var niðurlægður á ný og lá eftir nakinn og hjálparvana. Ég hafði farið frá því að yrkja um sársauka annarra til þess að fjalla um minn eigin og nú upplifði ég sársaukann sem fylgdi því að gefa þann sárs- auka út. En þegar ég hugsa til þessa nú, þremur árum síðar, þykist ég vita að allt var það nauðsynlegt. Þessi eftir-útgáfu-sársauki var hluti af hinu langa Hallgrímur Helgason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.