Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 107
109
Elsta dæmi Ritmálssafns um orðið gleðimær (eða gleðimey) er frá árinu
1942 og það gæti bent til þess að Halldór Laxness væri upphafsmaðurinn,
sjá (10)a. Einnig eru þar þrjú dæmi úr Sögu mannsandans eftir Ágúst H.
Bjarnason, (10)b–d.
a. og vildi eingar gleðimeyar nærri sér,45
b. hinar fögru, ósnortnu gleðimeyjar (houris) ganga þar um beina
og fylgja mönnum til sængur.46
c. studdur af tveim góðlátlegum gleðimeyjum.47
d. alls konar trantaralýður, skrautbúnar hórur og gleðimeyjar,
ástamangarar, sjómenn og sjóræningjar, […]48
Dæmin fjögur vekja þá hugmynd að höfundana hafi vantað orð um konur
á öðrum menningarsvæðum og öðrum tímum en samtímanum. Halldór
hafi smíðað orðið um glaðar söngmeyjar í Austurlöndum („úngar meyar
úr kvennabúrum Kynsævar með saungpípur“ (bls. 170)) og Ágúst notað
það um houris í paradís Kóransins ((10)b.) og persónur gamanleikja
Aristófanesar ((10)c.) og Plátusar ((10)d.). Eldri orð, t.d. gleðikona, hafi
þótt eiga illa við um þessar gerðir kvenna.
Hins vegar leikur ekki nokkur vafi á því að Ágúst H. Bjarnason hefur
orðið á undan Halldóri. Gleðimeyjar koma nefnilega fyrir í eldri útgáfu rits
hans árið 1910, þegar hann endursegir niðurlag gamanleiksins Akkarnar á
þá leið að Díkepólis komi góðglaður heim úr gleðskap „og styðja hann
tvær góðlátlegar gleðimeyjar“ (sbr. (10)c. að framan).49 Þess vegna er hugs-
anlegt að Ágúst hafi smíðað orðið gleðimær af þessu tilefni og jafnvel komið
af stað nýrri bylgju gleði-orða. Ritverkið var byggt á Hannesar Árnasonar
fyrirlestrum sem hann flutti veturinn 1904–1905, og ef hann hefur líka
talað um gleðimeyjar þar hefði orðið gleðidrós, sem birtist í Ísafold 1905,
getað orðið til fyrir áhrif frá Ágústi.
Kveikjan að orðinu gleðimær – ef það er smíði Ágústs – er ef til vill orð ið
45 Halldór Kiljan Laxness, Sjö töframenn: Þættir, Reykjavík: Heimskríngla, 1942, bls.
182.
46 Ágúst H. Bjarnason, Saga mannsandans: I. Forsaga manns og menningar, Reykjavík:
Hlaðbúð, 1949, bls. 180–181.
47 Sama rit, III. Hellas, 1950, bls. 129.
48 Sama rit, IV. Róm í heiðnum og kristnum sið, 1953, bls. 72.
49 Ágúst Bjarnason, Yfirlit yfir sögu mannsandans: Hellas, Reykjavík: Sigurður Krist-
jánsson, 1910, bls. 149.
GLEðiMEnn, GLEðiMEYJAR OG GLEðiKVEnnAFÉLAG VALLAHREPPS
(10)