Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 125
128
Í því sem hér fer á eftir verða framangreindir þættir skáldsögunnar
teknir til nákvæmari greiningar. Í því felst m.a. að félagsleg boðun verksins
verður sett í samhengi við femíníska orðræðu, einkum róttækan arm ann-
arrar bylgju femínísta í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum, og rök færð
fyrir því að aukinn skilning á verkinu megi öðlast með hugmyndafræðilegri
greiningu. Verður þar m.a. horft til umræðna sem tengjast útkomu bókar
Susan Brownmiller, Against Our Will: Men, Women and Rape árið 1975, auk
þess sem hugmyndir Susan Sontag um „herskáar konur“ verða notaðar til
að varpa ljósi á skáldsögu Steinars Braga. Þá verður að lokum spurt hvort
það breyti mögulega einhverju fyrir viðtökur skáldsögunnar að það sé karl
sem skrifar Kötu.
Nornasköp
Kötu er skipt í tólf hluta, mislanga, sem öllum er gefið nafn, að viðbættum
stuttum ótitluðum kafla í upphafi sem sagður er í fyrstu persónu, líkt og
sá fimmti. Fyrstu persónu kaflarnir eru sagðir frá sjónarhorni Kötu og
sögumaðurinn sem annars heldur um frásagnartaumana er henni einnig
ávallt nálægur. Söguþráður skáldsögunnar hefst ári eftir að hin sextán ára
gamla Vala hverfur sporlaust eftir skólaball. Foreldrarnir, Kata, sem er
hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild Landspítalans, og Tómas, læknir
við sama spítala, þreyja biðina eftir úrlausn. Hún leitar skjóls í líknandi
boðskap Hvítasunnusafnaðarins en hann í vinnu. Mannshvarf af þessu tagi
er auðvitað sjaldgæft á Íslandi og lögreglan gerir sitt besta en án vísbend-
inga, nú eða líkfundar, er fátt aðhafst. Ári síðar, nærri því upp á dag, finnst
hins vegar nakið lík Völu í gjótu við ströndina á Mýrum hinum megin við
Faxaflóa. Dánarorsök virðist vera öndunarstopp af völdum smjörsýru og
ljóst er að Völu var nauðgað, síðar kemur í ljós að henni var hópnauðgað
af þremur karlmönnum. Sorgarferli og áfallaröskun Kötu er í brennidepli
í fyrsta þriðjungi verksins og þeim söguhluta lýkur með því að hún fær
taugaáfall og er vistuð á geðdeild.
Líkt og Björn Unnar Valsson bendir á í ritdómi um skáldsöguna fellur
líkfundurinn ekki sérlega vel að rannsóknarminninu sem oft er í hávegum
haft innan glæpasögunnar.7 Óvíst er að lögreglunni hefði orðið nokkuð
ágengt í rannsókn málsins ef ekki væri fyrir símtal sem henni berst frá
einum gerandanum, Garðari, en hann ljóstrar upp um líkið í gjótunni. Síðar
7 Björn Unnar Valsson, „Kata“, Bokmenntaborgin.is, október 2014, sótt 12. febrúar
2018 af https://bokmenntaborgin.is/umfjollun/kata.
Björn Þór Vilhjálmsson