Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 126
129
er að því látið liggja að sektarkennd í bland við áherslur AA-þrepakerfisins
og mögulega greindarskerðingu hafi orsakað símtalið. Garðar kemur í
öllu falli ekki aðeins sjálfum sér í bobba með ábendingunni heldur einnig
tveimur vinum sínum, þeim Atla og Birni. Þremenningarnir eru lögregl-
unni allir vel kunnugir, þetta eru hrottar með dóma á bakinu. Ólíkt hinum
tveimur er Björn, leiðtoginn í hópnum, hins vegar frægur, enda þótt Kata
hafi ekki heyrt hans getið fyrr en í lögreglurannsókninni. Helgast það af
fjörugri viðveru Björns á samfélagsmiðlum og áhuga tiltekinna fjölmiðla á
honum sem „týpu“ með spennandi fortíð og hressileg viðhorf.
Í krafti þess að þremenningarnir eru grunaðir um fjölda lyfjanauðgana
á ungum stúlkum með sömu aðferðinni (byrla þeim lyf í miðbænum, flytja
í Öskjuhlíðina þar sem þeir skiptast á að nauðga þeim og skilja þær svo
eftir) býr lögreglan sér til mynd af sennilegri atburðarás morðsins á Völu
en reynist ófær um að færa sönnur á tilgátu sína, líkt og í fyrri kynferð-
isbrotamálum þeirra félaga. Þar með er jafnframt rannsóknarhluta verks-
ins að mestu lokið og ef tegundarskilgreiningarnar sem nefndar eru hér að
framan eru hafðar í huga má segja að frásögn Kötu sveigist í kjölfarið í átt
að hefnendasögu.
Samhliða því að morðrannsóknin fer út um þúfur leitar Kata svara
við ráðgátu úr fortíðinni. Árin fyrir hvarfið glímdi Vala við hegðunar-
vanda og átti jafnframt dularfullan pennavin, Elísabetu Báthory að nafni.
Bréfaskriftir þeirra einkenndust af ofbeldi og afbrigðilegu kynlífi og var
vandlega stýrt af Báthory sem jafnframt þrýsti á Völu um að fara til fundar
við fullorðin „vin“ sinn, karlmann. Kata er auðvitað viss um að Báthory sé
ekki sú sem hún þykist vera, það er stúlka á svipuðu reki og Vala, heldur
hafi umræddur karlmaður verið að villa á sér heimildir til að komast í tæri
við dóttur hennar. Lögreglan sýnir bréfaskrifunum takmarkaðan áhuga
þar sem þau passa illa við verklag hinna þriggja óskrifandi handrukkara en
Kata fer að gruna Tómas, föður Völu, um að standa að baki þeim. Álagið
veldur áðurnefndu taugaáfalli og í eins konar geðrofi ræðst hún á mann
sinn. Það er ekki fyrr en mun síðar að í ljós kemur að Báthory er í raun
organistinn í Hvítasunnukirkjunni sem þær mæðgur tilheyrðu báðar, níð-
ingur sem „ræktaði“ Völu um langt skeið.
Bataferlinu um miðbik verksins er lýst í formi dagbókarfærslna þar
sem Kata tjáir sig í fyrstu persónu. Samhliða því sem hún leggst í rann-
sókn á körlunum þremur sem valdir eru að dauða dóttur hennar tekur
hún að kynna sér tíðni kynferðisbrota á Íslandi og formleg viðbrögð við
STRÍð GEGN KONUM