Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 39
39
Hér gæti verið kominn lykill að einhvers konar lestri á boxaranum, sem
eins og áður sagði lét hnefana tala í fyrsta sinn sem hann hitti Grétu, en
hann bjargaði henni frá þremur körlum sem voru að angra hana í miðbæ
Reykjavíkur (28), til þess eins að færa hana undir sitt eigið vald. Hann tyft-
ir hana og agar (36), sviptir hana frelsi (37) og hún lærir „að streitast ekki
/ á móti“ (39), ekki heldur þegar svipan skipar henni „að stinga höfði / í
ljónsgin“ (47) og „dansa á línu […] milli / fingra“ (48) ljóðmælandans. Út
frá hinu kristna samhengi gleymir stúlkan að spyrja sig hver hún sé og út frá
hinu húmaníska, sviptir ofbeldi karlsins hana mennsku sinni og þegar hún
fellur af línunni sem strengd er milli fingra djöfulsins hlýtur hún að farast.
Samkvæmt Weil breytir valdbeitingin þeim sem fyrir henni verða í hluti
og ef of langt er gengið, í lík. En ofbeldismaðurinn, gerandinn, tapar líka
mennsku sinni, því að hann breytist í sjálfvirka vél sem stýrist fyrst og fremst
af bræði eða losta. Þannig er það í raun jafn hættulegt fyrir manneskjuna að
beita ofbeldi og vera beitt ofbeldi. Í báðum tilfellum tapar hún mannleg-
um eiginleikum sínum eða veit ekki lengur hver hún er. Þessa sjálfsmynd-
arsviptingu má heimfæra á boxarann í ljóði Gerðar, en hann opinberar ekki
sekt sína eins og morðingjar Dostojevskís og Shakespeares gera í greiningu
Blacks, heldur bælir hann glæpinn og afneitar honum. Saga hans er fremur
vitnisburður um bælingu og í þessu minnir hann á annan morðingja, ödipus
í goðsögunni grísku. ödipus var nýfæddur beittur ofbeldi eins og sést á
reyrðum fótum hans. Nafn hans merkir bægifótur eða sá sem haltrar, en í
sjálfu nafni hans býr ofbeldisverkið, eins og hann sé hlutur en ekki mann-
eskja sem fær alvöru nafn. Hann veit ekki hver hann er sem verður síðan
ástæða þess að hann sjálfur beitir ofbeldi og myrðir föður sinn.
um stund lifir ödipus í lygi, en svo kemur að því að hann áttar sig á
því að hann er sonur Laiusar og um leið ber hann kennsl á ofbeldisverknað
sinn. Þannig afhjúpar hann sál sína þegar hann gengst við ofbeldisverk-
inu og refsar sjálfum sér. um leið og hann lærir að þekkja uppruna sinn
og persónuleika, viðurkennir hann ofbeldið og dæmir sjálfan sig í útlegð
eftir að hafa blindað sig. Samkvæmt Black er ödipus í senn glæpamaður
og rannsakandi, en í ljósi þess að sifjaspellin og föðurmorðið voru framin
áður en hann vissi hverjir foreldrar hans voru, skiptir hlutverk hans sem
rannsakanda meira máli. Hér verður þó einnig að hafa í huga að þessi fyrsti
spæjari heimsbókmenntanna var ekki bara glæpamaðurinn sem ödipus
svipti hulunni af, heldur einnig æðsti maður ríkisins, holdtekja Laganna.50
50 Joel Black, The Aesthetics of Murder, bls. 29 og 46.
„ÉG VEiT HVAð HöFuð ÞiTT VÓ EN ÞEKKi EKKi SÍðuSTu HuGSuNiNA“