Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 194
200
landinu, litum þess og línum“.50 Hér er það sjálfstæð túlkun, módernísk,
sem er ráðandi, nokkuð sem Valtýr telur að styrkist eftir því sem á líður.
Andlitsmyndir Þórarins, sem gerðar voru seint á öðrum áratugnum, eru
dæmi um þetta: „Hann þroskar list sína jafnt og þétt með árunum, byggir
á þeim trausta grunni sem akademíið reisti honum, en veitir sér meira
frelsi frá þeim ramma, eftir því sem vald hans á viðfangsefnunum verður
meira.“51 Verkið Stórisjór og Vatnajökull frá árinu 1921 finnst Valtý gefa
„einna bezta hugmynd um styrk Þórarins sem málara. Hér er ekkert sem
dregur athygli frá sjálfu málverkinu. Fyrirmyndin er stílfærð á þann hátt,
sem myndfletinum hæfir.“52 Hér má segja að Valtý þyki list Þórarins á
síðari árum uppfylla það að vera að talsverðu leyti módernísk, þar sem
þétt áhersla á myndflötinn sjálfan er í fyrirrúmi og myndefnið lýtur eigin
myndrænum lögmálum. Valtýr, ólíkt Zier, telur Þórarin verða módern
ískan, að hann þróist í átt til einföldunar – abstraksjónar – og flatabeitingar
í línulegu ferli sem nær frá impressionisma til íslenskra eftirstríðsára
abstraktmálara, sem Valtýr sjálfur tilheyrði.
Uppgötvun á norrænni aldamótalist
Á níunda áratug tuttugustu aldar jókst til muna áhuginn á norrænni list
frá síðari hluta nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu. Kenningar
bandaríska listfræðingsins Roberts Rosenblum um þróun rómantísku
stefnunnar í NorðurEvrópu höfðu þar töluverð áhrif, en hann taldi að
rómantíska stefnan hefði í reynd haldist við og endurnýjast í Þýskalandi,
Hollandi, Bretlandi og Norðurlöndum allt fram á tuttugustu öld. Hann
taldi einnig að þessar áherslur hefðu áfram haft veruleg áhrif á listastefnur
í Bandaríkjunum eftir síðari heimsstyrjöldina. Að mati Rosenblums byggði
kjarni rómantísku stefnunnar á „trú Rómantíkunnar á listvegnalífs sem
fólst einnig í því að viðhalda Rómantískri fjölgyðistrú sem var unnt að
finna í landslagi staðgengil fyrir hefðbundna trúarlega list“.53 Rosenblum
taldi að þetta andlega inntak stefnunnar í NorðurEvrópu hefði viðhald
ið áherslum hennar og kjarna út nítjándu öldina og allt fram yfir miðja
50 Sama rit, bls. 57.
51 Sama rit, bls. 58.
52 Sama rit, bls. 60.
53 Robert Rosenblum, Modern Painting and the Northern Romantic Tradition: Friedrich
to Rothko, London: Thames and Hudson, 1975, bls. 129.
Hlynur Helgason