Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 19
19
Gerður hefur þó langt í frá yfirgefið viðfangsefnið því að síðasta áratug-
inn tekur hún það upp í þremur ljóðabálkum sem allir snúast með einum
eða öðrum hætti um kynferðislegt ofbeldi. Í þeim fyrsta, Blóðhófni frá 2010,
endursegir hún Skírnismál frá femínísku sjónarhorni, sögu jötnameyj-
arinnar Gerðar Gymisdóttur sem Freyr þröngvar í hjónaband með sér,
en Eddukvæðið var lengi skilgreint sem rómantísk ástarsaga. Seinni tvær
bækurnar byggja á sannsögulegum atburðum. Drápa, bókin sem hér verður
tekin til sérstakrar greiningar, segir sögu Grétu Birgisdóttur sem myrt var
af eiginmanni sínum Braga Ólafssyni í janúar 1988. Þriðji bálkurinn, ljóðið
Sálumessa, er ort til ungrar konu sem Gerður birti grein eftir í janúarblaði
Mannlífs 2003, þegar hún var ritstjóri þess.7 Í greininni „Hann átti að gæta
mín“ lýsir þessi þrítuga ónafngreinda kona þeirri kynferðislegu misnotkun
sem hún segist hafa sætt sem barn af hálfu eldri bróður og afleiðingum
hennar, en konan dvaldi langdvölum á geðdeildum öll sín fullorðinsár og
reyndi ítrekað að svipta sig lífi.8 Nokkrum dögum áður en blaðið kom út
féll konan fyrir eigin hendi og fór útförin fram um þær mundir sem efni
greinarinnar var rætt í fjölmiðlum. Fréttastofa Sjónvarpsins tók málið upp
og fjallaði um Mannlífsgreinina daginn sem konan var kistulögð og var
þess getið í umfjölluninni að konan væri látin og hefði stytt sér aldur.
Náinn ættingi konunnar lagði fram kæru til Siðanefndar Blaðamannafélags
Íslands og var það niðurstaða dómsins að Gerður Kristný hefði gerst sek
um „mjög alvarlegt brot“9 á 3. grein siðareglna Blaðamannafélagsins, en í
þeirri grein er kveðið á um að blaðamaður skuli vanda „upplýsingaöflun
sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur er“ og sýna „tillitssemi í
vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki,
eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu.“10
Afar ólíklegt verður að teljast að Gerður hefði hlotið svo afdráttarlaus-
an dóm nú, tæpum fimmtán árum síðar, þegar umræðan um kynferðisbrot
gegn börnum er mun opnari og almenningur er sér meðvitaðri um stærð
7 Gerður Kristný, Blóðhófnir, Reykjavík: Mál og menning 2010; Sálumessa, Reykjavík:
Mál og menning 2018.
8 NN, „Hann átti að gæta mín“, Mannlíf janúar 2003, bls. 34–45.
9 Allan úrskurð siðanefndarinnar má nálgast hér: „Mjög alvarlegt brot: Mál 10/2002-
2003“, Blaðamaðurinn 1/2004, bls. 35–37. Í siðanefndinni sátu: Þorsteinn Gylfason
heimspekingur (hann hafði verið formaður nefndarinnar í áratug þegar hér var
komið sögu og var þetta eitt af síðustu málunum sem hann tók á), Hjörtur Gíslason,
Sigurveig Jónsdóttir, Hreinn Pálsson og Jóhannes Tómasson.
10 „Siðareglur Blaðamannafélags Íslands“, sótt 15. febrúar 2018 af https://www.press.
is/is/log-sidareglur/sidavefur/sidareglur-bi.
„ÉG VEiT HVAð HöFuð ÞiTT VÓ EN ÞEKKi EKKi SÍðuSTu HuGSuNiNA“