Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 206
212
Hér skilgreinir Júlíana tvær ólíkar afstöður til hins þjóðlega. Þannig
aðgreinir hún táknræna tjáningu listamanna eins og Þórarins frá opinberri
þjóðernishyggju, frá þeirri stefnu sem liggur að baki sjálfstæðisbaráttunni.
Þessu lýsir hún sem ‘þjóðernisrómantík’ sem hún skilgreinir þannig að hún
sé einkennandi fyrir persónulega tjáningu listamannsins á umhverfi sínu og
aðstæðum. Það er þetta sem lesa má sem ‘þjóðlegt’ í verkum Þórarins og
er róttæk skoðun á þjóðlegum aðstæðum, ólíkt opinberri þjóðernisstefnu
sem ræðst af pólítískum hvötum. Hér má greina vissar tengingar í grein
ingu Júlíönu við hugmyndir Varnedoes, um áherslur í list Þórarins sem
fara saman við áherslur í norrænni list á sama tíma, og líta út frá Varnedoe
bæði til framtíðar, sem módernískar, og til fortíðar, sem þjóðlegar og nat
úralískar.
Júlíana túlkar flókna afstöðu og tengingar Þórarins við listheim sam
tíðar hans og hugmyndaheim 19. aldarinnar nánar í umfjöllun sinni um
einstök verk, öll frá upphafi ferils hans. Um Þingvallamyndirnar frá 1900
segir hún að megi finna:
ýmislegt skylt með norræna stemningsmálverkinu, svo sem kyrrt
andrúmsloftið sem tengja má djúphygli andspænis stórbrotinni
náttúru sem rúmar einnig hið smáa. Tæknilega eru þær hins vegar
akademískar og eiga skylt við rómantíska landslagstúlkun að því
leyti að myndefnið sjálft, þ.e. landið eða staðurinn, kallar fram vissar
tilfinningar.91
Hér skilgreinir hún verk Þórarins á mörkum tveggja heima, eins og
aðrir hafa áður gert. Hún leggur áherslu á symbólsk áhrif í tengslum við
stemningsmálverkið, í því hvernig Þórarinn sameinar skoðun á heildar
myndinni því nálæga og smágerða í umhverfinu og nær þannig fram skýrri
tilfinningadýpt. Áferð myndanna og aðferð telur Júlíana hinsvegar að eigi
meira skylt við aðferðir íhaldssamari listamanna á seinni hluta 19. aldar,
þar sem staðurinn sjálfur verður táknrænn. Hér telur hún að Þórarinn
sé að vísa til þjóðlegra hugmynda áhorfenda sinna sem tengja á ákveðinn
hátt við þá staðsetningu sem hann velur myndum sínum. Júlíana skoðar
þessar hugmyndir nánar í lýsingu sinni á málverki Þórarins, Hvítá, frá
1904: „Enda þótt málverk Þórarins séu alla jafna af tilteknum stað, líkt
og verk rómantísku málaranna dönsku, getur túlkunin verið á mörkum
91 Sama rit, bls. 86.
Hlynur Helgason