Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 190
196
1904. Björn leggur áherslu á það, þegar hann lýsir ferli Þórarins fyrstu
10 árin eftir heimkomuna, að í myndum hans speglist „hið almenna við
horf til íslenzkrar landslagsfegurðar,“ sem felist í að leita blíðunnar og
„unaðskyrrðar“ í náttúrunni.31 Það er ljóst að Björn leitar eftir expressjón
ískum áhrifum í verkum Þórarins á þessum tíma, í kröfu um móderníska
einföldun saknar hann þess að Þórarinn „sleppi enn fáu eða einfaldi til
listræns ávinnings.“32 Þrátt fyrir þessa ágalla er Björn þó á því að sumar
myndir Þórarins séu „jafnvel svo frábærar, að þær nægja til þess að skipa
honum í hóp merkustu málara okkar“.33 Hér er verið að vísa til málverka
sem Þórarinn gerði eftir 1910, þegar Björn telur fyrstu mikilvægu skilin
hafa átt sér stað í list Þórarins. Þar má greina samhljóm með persónulegri
túlkun Alexanders um aukið öryggi og aflappaðri afstöðu Þórarins gagn
vart list sinni á þessum tíma og álit Gretors á því að hann hafi þróast í takt
við samtímamenn sína þegar á leið. Björn telur enn fremur að list Þórarins
hafi enn tekið mikilvægum breytingum þegar nær dregur 1920: „Hann
tekur að smíða myndir sínar af meira sjálfræði, liturinn verður þéttari,
hljómmeiri, og hann dregur myndefnið æ meira saman á kostnað smá
munalegrar staðfræði.“34 Í þessu samhengi nefnir Björn sérstaklega port
rettmyndina Dóttir listamannsins frá 1917 þar sem hann segir að Þórarinn
sé „sýnilega að öðlast nýjan skilning á möguleikum litanna: að þeir þurfi
ekki aðeins að vera staðgenglar sýnilegra fyrirbæra, heldur eigi þeir um
leið að fela í sér nokkra sjálfstjáningu málarans.“35 Hér kemur vel fram sá
rammi sem Björn dregur um þróun Þórarins sem listamanns; hann hafi
fetað leiðina frá því að vera „hálfrómantískur natúralisti“ yfir í það að gefa
tjáningunni lausari taum – list hans hafi eflst í átt til expressjónískari tján
ingarmáta – módernískum. Hápunktinum er samkvæmt Birni náð í Útsýni
til Heklu Þórarins frá 1924. Þar er „smáatriðunum […] með öllu kastað
fyrir borð. Nú er það heildin ein, voldug og mild, sem skiptir hann máli.
[…] Hér er augað hvergi leitt afvega; jafnvel holtin og fellin, sem Þórarinn
hafði mest við áður, verða hér að draga sig nafnlaus í hlé.“36
31 Sama rit, bls. 86.
32 Sama rit, bls. 87.
33 Sami staður.
34 Sama rit bls. 88.
35 Sama rit, bls. 91.
36 Sama rit, bls. 92.
Hlynur Helgason