Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 71
73
makanna hafi verið fyrir hendi en konan segir að þau hafi farið fram gegn
vilja hennar.14
Á árunum 2008 og 2009 hafði lögreglan alls 164 nauðgunarmál til með
ferðar. Af þeim var 75 málum vísað til ríkissaksóknara til ákvörðunar um
saksókn. Ríkissaksóknari felldi niður 61,3% mála,15 væntanlega vegna þess
að málið var ekki talið líklegt til sakfellis. Rökstuðningur fyrir niðurfell
ingu mála var margþættur en eftirfarandi var oftast nefnt: Sakborningur
neitaði sök og bar við samþykki brotaþola, engin vitni voru að brotinu sem
gætu borið um atvik máls eða að ekki voru fyrir hendi næg sönnunargögn
sem gætu stutt framburð brotaþola.16 Sönnun þykir erfið í þessum brota
flokki og erfiðari en í öðrum brotum. Skiptir þar mestu að yfirleitt eru
einungis tveir til vitnis um brotið. Sönnunarstaðan er að auki einkennileg
að því leyti að tilhneigingin er sú að það sé konunnar sem orðið hefur fyrir
nauðgun að sanna að brotið hafi verið á henni.
Sú meginregla að ákæruvaldið beri sönnunarbyrðina í sakamálum er
fólgin í fyrirmælum 2. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar um að hver sá sem
er borinn sök um refsiverða háttsemi skuli talinn saklaus þar til sekt hans
hefur verið sönnuð. Þá er mælt fyrir um mikilvægi hennar í 108. gr. laga
um meðferð sakamála nr. 88/2008, þ.e. sönnunarbyrði um sekt ákærða og
atvik sem telja má honum í óhag hvílir á ákæruvaldinu. Í kynferðisbrota
málum er þessu haldið á lofti og tilhneigingin hefur verið sú að framburð
ur þolenda megi sín lítils svo lengi sem sekt hefur ekki verið sönnuð. Ef
rannsókn er látin niður falla, mál fer ekki fyrir dóm eða sýknað er í máli,
er líkt og gert sé ráð fyrir að þolandi hafi borið rangar sakargiftir á ákærða.
Þolendur hafa líka verið kærðir fyrir rangar sakargiftir.17 Þetta ýtir undir
þær hugmyndir að ekki sé um „alvöru“ nauðgun að ræða ef ekki tekst að
sanna fyrir dómstólum að kona hafi orðið fyrir nauðgun.
14 Alþingistíðindi A (2006–07), bls. 531.
15 Ríkissaksóknari, Ársskýrsla ríkissaksóknara 2013, Reykjavík 2013.
16 Hildur Fjóla Antonsdóttir, Viðhorf fagaðila til meðferðar nauðgunarmála innan rétt-
arvörslukerfisins og tillögur að úrbótum, Reykjavík: EddA – öndvegissetur, unnið í
samvinnu við innanríkisráðuneytið, 2014, bls. 6.
17 Guðrún C. Emilsdóttir, „Um rangar sakargiftir í kynferðisbrotamálum“, Knúz, 28.
janúar 2013, sótt 27. nóvember 2018 af https://knuz.wordpress.com/2013/01/28/
umrangarsakargiftirikynferdisbrotamalum.
„HúN REyNdi EKKi Að KALLA Á HJÁLP …“