Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 60
61
Í þessu kvæði eru mörg áhugaverð atriði. Samfélagið samþykkir ekki þá
hegðun sem herra kóngurinn Símon hefur sýnt af sér, kona af lægri stigum
dæmir hann til dauða og dómnum er framfylgt umsvifalaust. Líta má svo
á að hér eigi sér stað gelding á kónginum um leið og hann er hálshöggv-
inn, á sama hátt og sjá má í kvæðinu hér á undan. Það að afhöfða karl fyrir
nauðgun er mjög afdráttarlaus og táknræn aðgerð. Í Bósa sögu og Herrauðs
er getnaðarlimurinn meðal annars nefndur jarl, sem kemst nálægt því að
vera samheiti orðsins konungur á miðöldum, og á síðari tímum hefur
fremsti hluti limsins ýmist verið nefndur höfuð eða kóngur.40 Þessi hug-
renningatengsl eru því alls ekki langsótt. Þær konur sem hafa orðið fyrir
barðinu á körlunum láta sér ekki nægja að drepa þá eða láta drepa. Þær
afhöfða þá eða láta afhöfða og frúin Ingigerður sem bæði hefur misst barn-
ið sitt og hjónaband hennar hefur verið svívirt, gengur svo langt að kasta
höfði þess sem nauðgaði í saur.
Í báðum þessum kvæðum má sjá augljósa valdeflingu kvenna sem
hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi, því þær grípa sjálfar til aðgerða.
Ebbadætur vilja ekki blanda ungum bróður sínum í málið heldur vinna
verkið sjálfar, frúin Ingigerður dæmir kónginn til dauða, heldur í hár hans
á meðan hann er hálshöggvinn á sama hátt og hann gerði við nauðgunina,
og hendir síðan höfðinu á þann stað sem nýtur minnstrar virðingar, í saur-
inn. Allt er kvæðið með nokkuð yfirgengilegum blæ og býsna gróteskt.
Hér hafa fantasían og óskhyggjan tekið söguna yfir og ekki er erfitt að
ímynda sér gleðina sem valdalitlar konur gátu haft af því að kyrja slíkan
kveðskap og stíga dansinn við. Endalok kvæðisins eru einnig áhugaverð.
Konur skulu standa með eiginmönnum sínum, og segja má að Ingigerður
40 „Bósa saga og Herrauðs“, Fornaldarsögur Norðurlanda II, útg. Guðni Jónsson og
Bjarni Vilhjálmsson, Reykjavík: Bókaútgáfan Forni, 1944, bls. 477.
„REIF HANN HENNAR STAKKINN, REIF HANN HENNAR SERK“
11. „Ég vil ei þitt rauðagull
og ei þitt fótafall.
Þú skalt missa lífið í dag
fyrir veröldinni all.“
13. Hún tók í hans gula lokk,
og kastaði hans höfði í saur.
„Heyrðu það, herra kóng Símon
þú gjörðir so til vor.“
12. Þeir tóku hann herra kóng Símon
og hjuggu hans höfuð við stokk,
en hún frúin Ingigerður
hélt út í hans lokk.
14. Engin skyldi kvinnan
svíkja sinn eiginmann.
Hér er óður á enda kominn,
læri hvör sem kann.