Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 203
209
Fjarlægðina í verkum findesiécle málaranna mætti skoða sem
vitnisburð um vitsmunalega fjarlægð á milli menntaðs borgarlista
manns og myndefnis hans, landsins. Fjarlægð er vegna þessa tákn
um aðgreiningu hans frá náttúrunni; sjónarhornið er þess sem hefur
verið í útlöndum og séð land sitt í nýju „framandi“ ljósi.82
Hér er á ný komin áhugaverð sýn á þá þverstæðu sem margir hafa séð
í list Þórarins og norrænna samtíðarmanna hans, eins og meðal annars
Varnedoe lýsir því, hvernig hann horfir til baka til þjóðlegra hugmynda
nítjándu aldar en er samt nátengdur táknhugmyndum hinnar nýju nútíma
listar. Auður túlkar þetta sem ákveðinn framandleika; um að listamaðurinn
hafi aðra sýn á myndir sínar og túlkunarmöguleika þeirra heldur en áhorf
endur hans.
Þórarinn í endurreistu landslagi
Undir lok tuttugustu aldar gætti aukins áhuga yngri listamanna á lands
lagsmálverki. Þessir listamenn litu til Þórarins til að finna fyrirmyndir fyrir
nýjar tjáningaraðferðir í myndlist. Í umræðu um sýningu sína, „Dauðahvöt
í íslenskri myndlist“ árið 1999 nýtir Hjálmar Sveinsson verk Þórarins sem
nokkurskonar upphaf og ramma að umfjöllun sinni: „Mér finnst ég sjá jafn
greinilega þrána eftir hinni algjöru kyrrð í verkum Haraldar [Jónssonar] og
Þórarins B. þó heil öld skilji á milli.“83 Hér eru áhrif Þórarins túlkuð í sam
hengi samtímans, út frá hvöt og þrá fremur en stílbrigðum: „Það er meira
að segja vafasamt hvort hægt sé að kalla myndir Þórarins B. Þorlákssonar,
Ágústs Petersen, Guðrúnar Kristjánsdóttur og Georgs Guðna landslags
myndir; þær virðast miklu frekar túlka einhvers konar hugarástand.“84 Hér
eru það sálræn áhrif myndanna og samspil við áhorfandann sem eru til
túlkunar, óháð tímabili og stíl – áhrif módernistískrar nálgunar listamanns
sem dregur sig í hlé með viðfangsefni sínu og hverfist þannig, með áhorf
andanum, inn í myndefnið sjálft.
Annað dæmi um það sem kalla mætti tímalausa túlkun á verkum Þórarins
er í grein Hannesar Sigurðssonar í sýningarskrá fyrir sýningu Georgs
Guðna í Listasafni Akureyrar árið 2007. Hannes hefur grein sína með
82 Auður Ólafsdóttir, „Visions of nature“, bls. 25.
83 Hjálmar Sveinsson, „Dauðahvöt í íslenskri myndlist“, viðtal: Hávar Sigurjónsson,
Lesbók Morgunblaðsins – Menning/Listir, 16. október 1999, bls. 7.
84 Sami staður.
VIðTöKUR Á VERKUM ÞÓRARINS B. ÞoRLÁKSSoNAR