Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 74
76
Þá má nefna kenninguna um réttlátan heim (e. just world theory).29
Samkvæmt henni verður neikvæður skilningur á fórnarlömbum nauðgun
ar til vegna leiðréttingar á því sem telst óverðskulduð athöfn. Samkvæmt
þessu sjónarmiði finnur fólk fyrir hvöt til þess að trúa því að heimurinn
sé sanngjarn, að fólk fái til baka það sem það á skilið, og eigi skilið það
sem það fær frá heiminum. Þetta er talið viðhalda tilfinningu um stjórnun
á umhverfinu. Að trúa því að óæskilegir hlutir hendi fólk án augljósrar
ástæðu veldur óreiðu og ógnar tilfinningu fólks um að það hafi stjórn á
aðstæðum og umhverfi sínu. Ef fórnarlamb er talið verðskulda ógæfu sem
það verður fyrir hjálpar það aðilum að endurheimta þá þægilegu sýn að
heimurinn sé sanngjarn, skipulegur og réttlátur.30 Nauðgunarmýtur ýta
undir hugmyndir um þolendaábyrgð og þá trú að fórnarlambið eigi ein
hverja sök á nauðguninni en það dregur úr eða réttlætir athafnir nauðg
arans. Nina Burrowes hefur bent á að samfélagið hafi tilhneigingu til þess
að finna leiðir til þess að leggja ábyrgð á fórnarlömb. Enginn vilji horf
ast í augu við þann raunveruleika að allir geti orðið fyrir kynferðisbroti
og að „venjulegt“ fólk geti verið kynferðisbrotamenn og nauðgarar.31
Hugmyndafræðin um þolendaábyrgð getur orðið þáttur í ákvörðun lög
reglunnar eða saksóknara og haft áhrif á tíðni sakfellinga og saksókna í
málum. Í rannsókn sem Frohman gerði á vesturströnd Bandaríkjanna kom
fram að saksóknarar væru ekki eins líklegir til þess að fara fyrir dómstóla
með mál þar sem fórnarlamb viðurkenndi að hafa daðrað við hinn brotlega
áður en brotið átti sér stað, þegið heimboð hans, samþykkt einhverjar
kynferðislegar athafnir eða verið undir miklum áhrifum áfengis.32
Algengt er að fólk geri sér ákveðna mynd af einstaklingum sem nauðga.
Þetta eru þá einstaklingar sem eru fjarlægir okkur og við getum forðast
með tiltekinni hegðun. Við teljum okkur geta fyrirbyggt nauðganir með
29 Chris L. Kleinke og Cecilia Meyer, „Evaluation of a rape victim by men and women
with high and low belief in a just world“, Psychology of Women Quarterly, 14/1990,
bls. 343–353.
30 Amy Grubb og Emily Turner, „Attribution of blame in rape cases: A review of
the impact of rape myth acceptance, gender role conformity and substance use on
victim blaming“, Aggression and violent behavior, 5/2012, bls. 444–445.
31 Nina Burrowes, „Responding to the challenge of rape myths in court“, nbresearch,
2013, London, sótt 27. nóvember 2018 af http://nbresearch.com/wpcontent/
uploads/2013/04/Respondingtothechallengeofrapemythsincourt_Nina
Burrowes.pdf.
32 Lisa Frohmann, „discrediting victims’ allegations of sexual assault: Prosecutorial
accounts of case rejection“, Social Problems, 2/1991, bls. 213–226.
Þórhildur og ÞorgErður