Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 101
103
ekki að það sé talið víst. Í fyrsta lagi mælir aldur elstu dæmanna ekki með
því. Eggert Ólafsson notaði orðið gleðikona í kvæði sem hefur augljóslega
verið ort fyrir andlát hans árið 1768, kvæðið er því nokkru eldra en elstu
þekktu dæmin í dönsku, sænsku og þýsku. Að vísu er ekki sjálfgefið að þau
ártöl jafngildi aldri orðanna en að minnsta kosti lítur út fyrir að tökuþýð-
ingar þessara þjóða hafi ekki verið orðnar útbreiddar í prentmáli þegar
kvæði Eggerts var ort. Í öðru lagi er ekki fullvíst að orðið gleðikona merki
‘lauslætisdrós, vændiskona’ í kvæði hans; samhengið bendir ekki ótvírætt
til þess. Í þriðja lagi blasir ekki við að við tökuþýðingu hefði íslenska útgáf-
an orðið gleðikona. Við tökuþýðingu er erlent orð þýtt lið fyrir lið, og hug-
myndin um tökuþýðingu væri meira sannfærandi ef íslenska orðið hefði
fengið síðari lið með sömu merkingu og da. pige og þý. Mädchen, t.d. píka,
stúlka eða þess háttar.
Engin þessara þriggja röksemda hrekur beinlínis þá ályktun að íslenska
orðið gleðikona sé tökuþýðing. Vitanlega getur hugsast að Eggert Ólafsson
hafi kynnst orðinu glædespige í dönsku talmáli á Hafnarárum sínum áður
en að prentuðum dæmum kom, og ekki er heldur óhugsandi að hann hafi
átt við lauslætisdrósir eða jafnvel vændiskonur. Auk þess er heitið tökuþýð-
ing oft notað í víðari skilningi um nýyrði sem er sniðið eftir erlendu orði
en ekki þýtt bókstaflega lið fyrir lið. Dæmi um slíkt er orðið skýjakljúfur.
Fyrirmynd þess er e. sky scraper sem merkir ‘himinskrapari’ en hefur hvorki
verið þýtt nákvæmlega í íslensku, þýsku né dönsku (þý. Wolkenkratzer, da.
skyskraber ‘skýjaskrapari’).27 Á sama hátt hefði Eggert getað fengið hug-
myndina að orðinu gleðikona að láni hjá Dönum eða annarri nágrannaþjóð.
Ef orðið gleðikona hefur verið nýsmíði Eggerts Ólafssonar má hugsa
sér að þarfir bragarháttarins hafi verið hvatning; hann hafi smíðað gleði-
konum til að ríma við honum (sjá dæmi (4)). Samkvæmt tökuþýðingartilgát-
unni hefði hann þá gert hinar erlendu „gleðipíur“ að gleðikonum rímsins
vegna. Á hinn bóginn er óþarfi að líta svo á að erlend áhrif hafi verið
nauðsynleg. Íslenska orðið gleðimaður hefði fyllilega nægt sem fyrirmynd
að orðinu gleðikona. Það nýyrði hefði einnig getað orðið til áður en kvæði
Eggerts var ort og hjá öðrum síðar. Þótt einhver einn orðasmiður hafi ef
til vill orðið fyrstur er nefnilega óvíst að orðið hafi breiðst út frá einum
27 Sjá t.d. Hans Henrich Hock, Principles of Historical Linguistics, Berlin, new York
og Amsterdam: Mouton de Gruyter, 1986, bls. 399–400. Þar kemur fram í skil-
greiningu tökuþýðingar að nýyrðið sé sett saman úr liðum sem svari til merkingar
einstakra liða í orði veitimálsins. Þess er þó getið að tökuþýðingar séu stundum
ekki nákvæmar þýðingar.
GLEðiMEnn, GLEðiMEYJAR OG GLEðiKVEnnAFÉLAG VALLAHREPPS