Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 191
197
Yfirlitssýning á aldarafmæli Þórarins árið 1967
Árið 1967, á hundrað ára afmæli Þórarins, var haldin yfirlitssýning á verk
um hans í Listasafni Íslands. Selma Jónsdóttir safnstjóri skrifaði við það
tilefni stutta grein í sýningarskrá. Hún nefnir að Þórarinn hafi verið lítt
þekktur um hríð, en að nú hafi margir yngri listamenn fengið mikinn áhuga
á list hans.37 Hún leggur áherslu á hið einmanalega og háleita í list hans,
hvernig hann einbeiti sér að því að mála landið, náttúruna.38 Það eru blæ
brigði litarins og aukið öryggi Þórarins í fínlegri litbeitingu sem hún metur
mest. Hún er ósammála fyrirrennurum sínum um að Þingvallamyndirnar
séu ófullburða, heldur telur að þar hafi Þórarinn verið „búinn að ná þess
um fína tón (valeur) í litinn, sem hann heldur ávallt síðan“.39 Hún teng
ir litanotkunina enn fremur við natúralískar áherslur: „Það virðist sem
Þórarinn byggi list sína og sérstaklega litstiga á samhljómi litanna í nátt
úrunni.“40 Selma telur einnig að Þórarinn sé ekki bundinn staðlýsingu,
heldur fylgi ætíð listrænu skyni sínu: „Sem sannur listamaður hugsar hann
fyrst og fremst um málverkið og þörf þess, hann byggir upp myndina í því
augnamiði, að hún verði málverk en ekki bara kópía af landslagi.“41 Hér er
greinilegt að Selma er leynt og ljóst að svara áherslum Björns; hún skrifar
sinn texta til að hafa áhrif á ríkjandi umræðu um verk Þórarins. Hún við
urkennir að hann hafi verið frumherji í því að birta fólki íslenskt landslag,
en sé mikið meira en það, ‘sannur listamaður’. Allt frá Georg Gretor höfðu
þeir sem fjallað hafa um list Þórarins, eins og Emil Thoroddsen og Björn
Th. Björnsson, talið að hann hafi ekki gert listsögulega marktæk verk fyrr
en upp úr 1917 eða svo. Í túlkun Selmu skiptir allur ferill Þórarins máli
fyrir listsögulegt samhengi. Hún metur gildi síðari verkanna en telur þau í
beinu framhaldi þess sem Þórarinn gerði í upphafi aldarinnar.
Yfirlitssýningin árið 1966 hlaut talsverða athygli og góða aðsókn.
Valtýr Pétursson skrifaði langa gagnrýni um sýninguna fyrir Morgunblaðið
þar sem hann er að mestu sammála Selmu um verkin. Hann tekur undir
með henni að Þórarinn geri mun meira en að stæla það sem fyrir augu ber,
að list hans sé annað og meira en kópía af fyrirbærum náttúrunnar. Valtýr
er einnig hrifinn af litameðferð Þórarins og andrúmslofti verkanna. Hann
nefnir í því samhengi að Þórarinn geti „verið nokkuð rómantískur stund
37 Selma Jónsdóttir, Þórarinn B. Þorláksson 1867–1967, bls. 3.
38 Sama rit, bls. 2.
39 Sami staður.
40 Sama rit, bls. 3.
41 Sami staður.
VIðTöKUR Á VERKUM ÞÓRARINS B. ÞoRLÁKSSoNAR