Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 28
28
Bandóðir vindar
sátu um bæinn
sendu hryðjur
ofan í miðja byggð
Vetrarstríðið
var hafið
Borgarbúar
hlupu í skjól (14)
Þetta er allra veðra tími, árstíð ógna og slæmra fyrirboða, eins og náttúran
sjálf undirstrikar svo skýrt á upphafssíðum ljóðsins: „Stjörnur hafa fallið /
úr festingunni / sáldrast yfir götur“ (5) og í „Reykjavík / fellur nóttin / með
hvini // eins og öxi“ (7).
Þessari tengingu við glæpabókmenntir er haldið út allt ljóðið, en Gerður
sækir einnig annað í frásögn sinni, í skyldar greinar fantasíunnar eða hryll-
ingssögunnar. Húsið þar sem Gréta er myrt tekur á sig nánast yfirnátt-
úrulega mynd í ljóðinu. Þetta er hús þjáningar og hryllings, en í ljóðinu
ber hin nafnlausa kvenhetja ekki kennsl á náttúru hússins þegar vonbiðill
hennar, boxarinn (sem er Bragi), fylgir henni heim í þrílyft timburhúsið þar
sem hann „átti sér […] / afdrep“ (33), jafnvel þótt í orðinu sjálfu, af-drep
séu huldir merkingaraukar, ekki síður en þeirri staðreynd að húsið sjálft er
staðsett í Skuggahverfinu (84). Þetta er „vondi staðurinn“ í hryllingssögum
og stúlkan er tæld inn í hann rétt eins og svo mörg börn og ungar konur í
myrkum fantasíum.35 Það ýtti undir myrka ímynd hússins að fjórum árum
eftir hnífstunguárás sonarsonarins, árið 2002, var Bragi að lokum stung-
inn til bana af geðsjúkum eiturlyfjaneytanda í íbúðinni þar sem hann hafði
myrt konu sína fjórtán árum fyrr. Þessir endurteknu ofbeldisatburðir, sem
jafnframt er lýst í ljóðinu, gerðu það að verkum að blaðamenn tóku að vísa
til hússins á Klapparstígnum sem hörmungarhúss.36
35 Ein besta greiningin á vonda staðnum birtist í grein Carol Clover, „Karlar, konur
og keðjusagir. Kyngervi í nútíma hryllingsmyndum“, þýð. Úlfhildur Dagsdóttir,
Áfangar í kvikmyndafræðum, ritstj. Guðni Elísson, Reykjavík: Forlagið 2003, bls.
357–394, sjá sérstaklega bls. 365–366.
36 Sjá NN, „Hörmungarhús við Klapparstíg“, DV 2. apríl 2005, bls. 16–17; og Óttar
Sveinsson, „Geðsjúkur afbrotamaður á reynslulausn“, DV 28. september 2002, bls.
14.
AldA Björk VAldimArsdóttir oG Guðni Elísson