Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2018, Blaðsíða 215
222
vekur ennfremur ýmsar spurningar um þjóðfélagsmyndina. Hvernig verð-
ur þjóð til; myndast hún úr mengi ólíkra einstaklinga sem eru samferða,
oft af hendingu? Eða verður hún til úr ólíkum hópum, smáum samfélögum
innan hins „opinbera“ samfélags eða ríkis? Er hægt að tala um fjölskyld-
una sem dæmi um slíkt samfélag í smækkaðri mynd sem gjarnan sprettur
af og byggist á sambúð eða hjónabandi? Og hjónabandið er sannarlega ein
mynd „klefans“ í sögu Jakobínu – hér eins og í öðrum verkum hennar er
hjónaband fjarri því að vera einhlítur dvalarstaður; sé það líftenging getur
það líka verið fjötur og ekki síst tjáningarhaft.8 Með samræðum kvennanna
tveggja og hugsunum sem þær ýta af stað innra með sögukonunni spinnur
Jakobína þræði sem tengja saman líf einstaklinga, fjölskyldna, einstakra
samfélagshópa (sveitasamfélagsins, menningarlífsins, borgartilverunnar),
og sjálfs „Ríkisins“. Hverjir hafa höfundarstöðu í einstökum vistarverum
þessa völundarhúss; hverjir eru í aðstöðu til að segja frá svo að eftir verði
tekið?
Tími við eldhúsborðið
Það fer ekki leynt að Jakobínu Sigurðardóttur lá mikið á hjarta með rit-
verkum sínum. Félagslegt réttlæti og jafnrétti voru henni knýjandi mál-
efni, sem og lifandi tengsl við landið, sjálfstæði þess og arfleifð. En hún
vissi líka að arfinn þarf að gagnrýna og endurskoða, meðal annars sagna-
leiðirnar og sjónarhornin. Jakobína bjó yfir mikilli frásagnartækni og nýtti
sér hana af gerhygli. Þegar sá sem þetta skrifar var að endurlesa sögur
hennar síðastliðið vor og sumar rakst hann á spássíuglósur frá árum sínum
í framhaldsnámi í bókmenntafræði, meðan annars frásagnarfræði, þar sem
nóterað hafði verið í hrifningu hversu laglega Jakobína fleygar til dæmis
innra eintal inn í frásögn eða samtal. Þessi hrifing stendur enn en það væri
samt einföldun og raunar villandi að segja að sögur Jakobínu einkenn-
ist gegnumsneitt af formrænni nýsköpun og róttækni. Sumar þeirra gera
það vissulega, en framlag hennar fólst ekki síður í endurnýjun raunsæis í
8 Þetta má einnig sjá, með ólíku móti, í Dægurvísu, í Lifandi vatninu – – – og í smá-
sögunni „Stellu“ í Púnkti á skökkum stað. Í endurminningabókinni Í barndómi
verður ekki sagt að Jakobína gylli hjónaband foreldra sinna, þótt hún skrifi af
djúpri væntumþykju um þau bæði. Hún lýkur raunar bókinni með því að segja frá
jarðgrónum steini sem foreldrar hennar áttu á landi sínu, þar sem þau höfðu ung
bundist heitum. Þessi staður er „heilög jörð“ en í fangamörkunum og hjörtunum
í steininum sér Jakobína einnig „andóf gengins fólks gegn andleysi örbirgðar og
strits.“ Í barndómi, bls. 100.
ÁstrÁður EystEinsson